Hlaupahópur
BROS GEFUR KRAFT
Hleypur fyrir ME félag Íslands
Samtals Safnað
Markmið
Ákjósanleg greiðsluleið
Haustið 2021 greindist ég, með þennan erfiða ME taugasjúkdóm.
Hingað til hefur vitneskja um þennnan sjúkdóm verið takmörkuð en það er að breytast, mörgum til bóta. Þar sem ég er einn af þeim sem hef kynnst þessum sjúkdómi og veit hversu alvarlegur hann er hef ég alltaf verið ákveðinn í að leggja mitt af mörkum til að vinna að hagsmunamálum ME sjúklinga.
Nú í vor var ég var kosinn í stjórn ME félags Íslands sem hafði verið draumurinn og ég hlakka til að taka beinan þátt í baráttunni fyrir hagsmunum og réttindum þessa sjúklingahóps.
Mig langar líka að leggja krafta mína í að styðja ME félagið með því að taka þátt í Reykjavíkurmaraþoninu í ár aftur, eins og í fyrra og mun ég vera í hjólastólnum mínum og njóta liðsinnis félaga minna sem taka líka þátt í hlaupinu. Ég hef stofnað hóp og ætla vinir og ættingjar að njóta dagsins með mér. Og munið að "BROS GEFUR KRAFT".
ME félag Íslands
ME félag Íslands er hagsmunafélag fyrir fólk með ME sjúkdóminn og fólk með Long Covid, fjölskyldur þeirra og aðra sem vilja úrbætur fyrir ME og Long Covid sjúklinga.
Hlauparar í hópnum
Emilía Einarsdóttir
Kristín Trang Linh Vú
jökull davíðsson
Björn Elí Jörgensen Víðisson
Nýir styrkir