Hlaupahópur
Bjartey Cool
Hleypur fyrir Styrktarfélag krabbameinssjúkra barna
Samtals Safnað
Markmið
Ákjósanleg greiðsluleið
Hlaupahópurinn Bjartey Cool hleypur í minningu Bjarteyjar Kjærnested Jónsdóttur fyrir Styrktarfélag krabbameinssjúkra barna. Bjartey var mikil frjálsíþróttastelpa og æfði með Breiðabliki. Hún hafði gaman af allri hreyfingu og voru hlaup engin undantekning. Bjartey greindist með ólæknandi heilaæxli í lok júni 2021 þá 10 ára gömul og lést vegna þess í apríl 2022 aðeins 11 ára. Í veikindaferlinu naut fjölskyldan stuðnings SKB með ýmsum hætti.
Styrktarfélag krabbameinssjúkra barna
Styrktarfélag krabbameinssjúkra barna var stofnað 1991 af foreldrum barna með krabbamein en árlega greinast 12-14 börn með krabbamein á Íslandi. Tilgangur félagsins er að styðja krabbameinssjúk börn og aðstandendur og gæta hagsmuna þeirra á öllum sviðum. Það sinnir fræðslu- og útgáfustarfsemi um sérstöðu og þarfir krabbameinsveikra barna og um síðbúnar afleiðingar eftir krabbameinsmeðferð.
Hlauparar í hópnum
Vala Rún Kristjánsdóttir
Nýir styrkir