Hlaupahópur
Hvolpasveitin
Hleypur fyrir Alzheimersamtökin
Samtals Safnað
Markmið
Ákjósanleg greiðsluleið
Fyrir pabba / tengdapabba / afa / tengdaafa og langafa ❤ sem greindist með alzheimer 69 ára gamall. Við, baklandið hans pabba og konu hans, ætlum að hlaupa saman og búa til góða minningu ásamt því að styrkja gott málefni. Að sjálfsögðu hleypur pabbi með okkur enda mikill íþróttamaður sem hefur alltaf hugsað vel um líkama og sál. Pabbi er svo heppinn að hafa komist að í Hlíðabæ sem er sérhæfð dagþjálfun. Þar unir hann hag sínum vel á virkum dögum, umkringdur góðu fólki og dásamlegu starfsfólki og erum við óendanlega þakklát fyrir það. Við ætlum að hlaupa fyrir Alzheimersamtökin og þökkum af öllu hjarta þeim sem leggja okkur lið með styrkjum.
Alzheimersamtökin starfa um land allt og vinna að hagsmunamálum fólks með heilabilunarsjúkdóma með stuðningi, ráðgjöf og fræðslu.
Alzheimersamtökin
Ætlar þú að hlaupa í Reykjavíkur maraþoninu? Við höfum fengið ómetanlegan styrk í gegnum árin frá hlaupurum á öllum aldri. Þú getur styrkt okkur með þínu hlaupi í ágúst.
Hlauparar í hópnum
Róbert Freyr Svansson
Nýir styrkir