Hlaupahópur
Sperrileggir
Hleypur fyrir Styrktarfélag krabbameinssjúkra barna
Samtals Safnað
Markmið
Ákjósanleg greiðsluleið
Hlaupahópurinn samanstendur af fjölskyldu, vinum og velunnurum Guðrúnar Birnu sem greindist með beinkrabbamein árið 2022. Hún hefur gengist undir lyfjameðferð og aðgerðir til að uppræta meinið þar sem m.a. var fjarlægður stærstur hluti upphandleggsbeins og sperrileggur úr fæti græddur í staðinn. Mögnuð teymi heilbrigðisstarfsfólks hafa komið að meðferðum, aðgerðum og umönnun Guðrúnar Birnu, sem að mestu leyti hefur farið fram á Barnaspítala Hringsins.
Guðrún Birna er lífsglöð, ákveðin og klár stelpa og hefur tekist á við veikindin af miklum dugnaði, jákvæðni og æðruleysi – hún er hetjan okkar <3
Við viljum styðja Guðrúnu Birnu alla leið og jafnframt styrkja Styrktarfélag krabbameinssjúkra barna sem veitir börnum sem glíma við krabbamein og fjölskyldum þeirra ómetanlegan stuðning.
Nafn hópsins er jafnframt til heiðurs sperrileggnum sem er magnaður varahlutur líkamans og varð til þess að Guðrún Birna heldur hendinni að tilstuðlan frábærs teymis heilbrigðisstarfsfólks á LSH og frá Salgrenska sjúkrahúsinu. Sperrileggur merkir reyndar líka montinn maður en það er í góðu lagi því við erum mjög montin/stolt/hreykin af því hvað Guðrún Birna er ótrúlega seig og dugleg. Áfram Guðrún Birna - alla leið!
Styrktarfélag krabbameinssjúkra barna
Styrktarfélag krabbameinssjúkra barna var stofnað 1991 af foreldrum barna með krabbamein en árlega greinast 12-14 börn með krabbamein á Íslandi. Tilgangur félagsins er að styðja krabbameinssjúk börn og aðstandendur og gæta hagsmuna þeirra á öllum sviðum. Það sinnir fræðslu- og útgáfustarfsemi um sérstöðu og þarfir krabbameinsveikra barna og um síðbúnar afleiðingar eftir krabbameinsmeðferð.
Hlauparar í hópnum
Elín Blöndal
Nýir styrkir