Hlaupahópur
Önnubörn
Hleypur fyrir Ljósið - Endurhæfingar- og stuðningsmiðstöð fyrir krabbameinsgreinda
Samtals Safnað
Markmið
Ákjósanleg greiðsluleið
Við Önnubörn ætlum að hlaupa 10km í Reykjavíkurmaraþoninu eftir rúma viku með það markmið að safna fyrir Ljósið.
Ljósið hefur hjálpað og haldið svo vel utan um mömmu frá því að hún greindist árið 2019 og höfum við systkinin líka nýtt okkur ýmsa þjónustu sem þar er í boði fyrir aðstandendur.
Mamma getur ekki tekið þátt þetta árið en hefur hingað til náð að styrkja Ljósið heilmikið með sínum hlaupum og söfnunum. Okkur systkinum langar því að gefa til baka með því að hlaupa fyrir Ljósið og ekki síst fyrir harðduglegu og jákvæðu mömmu okkar.
Ljósið - Endurhæfingar- og stuðningsmiðstöð fyrir krabbameinsgreinda
Ljósið er sjálfstætt starfandi endurhæfingar- og stuðningsmiðstöð fyrir krabbameinsgreinda. Hjá okkur starfar þverfaglegur hópur fagaðila að andlegri, líkamlegri og félagslegri endurhæfingu þeirra sem greinast með krabbamein allt frá 16 ára aldri. Einnig veitum við þeim sem greinast og aðstandendum allt niður í 6 ára aldur fræðslu og stuðning.
Hlauparar í hópnum
Nýir styrkir