Góðgerðarmál
Ljósið - Endurhæfingar- og stuðningsmiðstöð fyrir krabbameinsgreinda
Samtals Safnað
Fjöldi áheita
Ljósið er sjálfstætt starfandi endurhæfingamiðstöð fyrir krabbameinsgreinda og aðstandendur þeirra. Hjá okkur starfar þverfaglegur hópur fagaðila að andlegri, líkamlegri og félagslegri endurhæfingu þeirra sem greinast með krabbamein allt frá 16 ára aldri. Einnig veitum við þeim sem greinast og aðstandendum allt niður í 6 ára aldur fræðslu og stuðning.
Frá upphafi hefur Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka leikið lykilhlutverk í fjármögnun Ljóssins. Okkar fólk; bæði þjónustuþegar, aðstandendur, Ljósavinir og aðrir stuðningsaðilar hafa reimað á sig skóna í gegnum árin með það að markmiði að styðja við starfið. Með áheitasöfnun höfum við meðal annars náð að fella niður allan kostnað við viðtöl, námskeið, fræðslu og líkamlega endurhæfingu. Árið 2019 var metár í söfnun fyrir Ljósið og var þá allri upphæðinni varið í að kaupa og flytja nýtt húsnæði á lóð okkar á Langholtsveg og er þar í dag glæsileg aðstaða til líkamlegrar endurhæfingar.
Við höldum ótrauð áfram í að byggja upp og þróa aðgengilega endurhæfingu fyrir krabbameinsgreinda um land allt og vonum að sem flestir taki þátt með okkur.
Eins og alltaf munum við vera öflug á hliðarlínunni í hlaupinu og hvetja okkar fólk áfram. Það er alltaf sérstakur dagur hjá starfsmannahópnum. Allir sem hlaupa fyrir okkur fá bol merktan Ljósinu og verðum við með básinn okkar á skráningarhátíð hlaupsins.
Nánari upplýsingar á www.ljosid.is
Einstaklingar sem safna fyrir félagið
Hópar sem safna fyrir félagið
Nýir styrkir