Hlauparar

Samtals Safnað
Markmið
Ákjósanleg greiðsluleið

Tvíburastrákurinn minn Sigfús Orri fæddist með hjartagalla árið 2021 og hefur síðan þá farið í þrjár hjartaaðgerðir. Fyrsta aðgerðin var þremur vikum eftir fæðingu og svo tvær aðrar í nóvember sama ár.
Við fórum til Lund í Svíðþjóð stuttu eftir fæðingu þar sem aðgerðirnar voru framkvæmdar.
Ég ætla að hlaupa Maraþon og öll fjölskyldan (Sigrún Alda, Rebekka Eik, Jón Ýmir og Sigfús Orri) ætlar öll að hlaupa fyrir Neistann, styrktarfélag hjartveikra barna 💙
Neistinn, styrktarfélag hjartveikra barna
Markmið Neistans er m.a. að auðvelda aðgengi foreldra að upplýsingum sem snúa að hjartagöllum og hjartasjúkdómum barna og um meðferð þeirra. Þá sinnir Neistinn réttindum fjölskyldunnar og tilfinningalegum þörfum hennar, t.d. á upplýsingavef sínum, hjartagáttin.neistinn.is. Neistinn heldur úti öflugu félagslífi, fjölskyldum hjartabarna til skemmtunar og stuðnings og unglingastarfið þykir einkar líflegt. Þá stendur Neistinn að baki Styrktarsjóði Neistans, sem styrkir hjartafjölskyldur fjárhagslega.
Nýir styrkir