Hlauparar

Sigrún Valdís Kristjánsdóttir
Hleypur fyrir Píeta samtökin, sjálfsvígs- og sjálfsskaða forvarnir, meðferð og hjálparlína.
Samtals Safnað
Markmið
Ákjósanleg greiðsluleið
Ég mun hlaupa í ár hálfmaraþon í minningu litla frænda míns, Sigurðar Jóhanns Rui sem lést í mars 2021.
Siggi var yndislegasta manneskja sem ég hef kynnst og ég sakna hans mikið. Hann var hjartahlýr og skemmtilegur og mikill fjölskyldumaður. Fráfall hans var stór missir enda var hann algjört gull af manni❤️
Hann var duglegur í því sem hann tók sér fyrir hendur, hvort sem það var í Mjölni, Tækniskólanum eða fyrir fjölskylduna. Siggi var einnig ótrúlega duglegur í Björgunarsveitinni en þar vann hann mikilvægt starf og hafði mikil áhrif á þau sem fengu að kynnast honum.
Í ár mun ég aftur hlaupa aftur fyrir Píeta samtökin en starfið sem þau vinna er ótrúlega mikilvægt og væri ég því ótrúlega þakklát ef þið sjáið ykkur fært um að heita á mig og styðja þennan mikilvæga málstað í leiðinni ❤️
Píeta samtökin, sjálfsvígs- og sjálfsskaða forvarnir, meðferð og hjálparlína.
Píeta samtökin sinna meðferðar- og forvarnarstarf gegn sjálfsvígum og sjálfsskaða.
Nýir styrkir