Hlauparar

Arnbjörg Ösp Matthíasdóttir
Hleypur fyrir Dropinn, styrktarfélag barna með sykursýki
Samtals Safnað
Markmið
Ákjósanleg greiðsluleið



Ég ætla að hlaupa hálft maraþon þann 23. ágúst og safna í leiðinni fyrir Dropann, styrktarfélag barna með sykursýki 1. Málið er mér afar kært en Kristján Berg sonur minn á 10. ári greindist fyrir rúmu ári síðan með sjúkdóminn. Kristján Berg lætur ekkert stoppa sig og heldur áfram að leika sér og æfa fimleika af kappi með vinum sínum. Nú í sumar fór hann í sínar fyrstu sumarbúðir í boði Dropans sem voru að hans sögn FRÁBÆRAR! Yndislegt fyrir hann að fá að kynnast krökkum sem öll eiga það sameiginlegt að vera með dælu og mæli á sér og gott frí fyrir okkur foreldrana í leiðinni að þurfa ekki að hugsa um kolvetnatalningu, insúlíngjafir og blóðsykursmælingar í nokkra daga þar sem hann var í öruggum höndum. Margt smátt gerir eitt stórt! Hjálpum Dropanum að halda áfram sínu góða og mikilvæga starfi fyrir krakka með sykursýki 1 og fjölskyldur þeirra.
Dropinn, styrktarfélag barna með sykursýki
Dropinn skipuleggur sumarferðir á hverju ári fyrir börn og unlinga með sykursýki sem og samkomur þar sem fjölskyldur barna með sykursýki hittast.
Nýir styrkir