Hlauparar

Samtals Safnað
Markmið
Ákjósanleg greiðsluleið



Einhverfa er allskonar!
Hef ég hlaupið á eftir einhverju öðru en bolta seinustu árin nei ekki mikið!
En ég ætla að hlaupa 1 km fyrir hver 10 ár sem ég hef lifað!
Endilega hjálpið mér að styðja við Einhverfusamtökin. Ég er á einhverfurófinu og með mína kosti og galla tengda einhverfu.
Einhverfusamtökin
Einhverfusamtökin fta., voru stofnuð 1977. Í samtökunum er fólk á einhverfurófi, foreldrar, fagfólk og aðrir sem áhuga hafa á að beita sér fyrir bættri þjónustu við einhverfa. Félagsmenn eru nú 1070. Starfandi eru frístundahópar fyrir unglinga og stuðningshópar fyrir fullorðna bæði Höfuðborgarsvæðinu og á Akureyri. Á höfuðborgarsvæðinu eru einnig starfandi borðspilahópur og handavinnuhópur fyrir fullorðið einhverft fólk. Einnig er starfandi stuðningshópur fyrir foreldra. Samtökin hafa lagt ríka áherslu á hagsmunagæslu, fræðslu- og kynningarstarfsemi. Helstu baráttumálin eru styttri biðlistar eftir greiningu, aukin atvinnutækifæri og fleiri búsetuúrræði. Einhverfusamtökin eru með skrifstofu í Reykjavík.
Nýir styrkir