Góðir hvatningarstaðir

Þátttakendur í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka hlaupa um götur Reykjavíkur. Góða staði til að hvetja hlaupara má sjá á töflunni hér fyrir neðan.

Komdu út að hvetja!

Smá klapp eða uppörvandi hrós getur veitt ótrúlega mikinn auka kraft í átökunum.

Þau sem ekki komast út á braut til að fylgjast með sínu fólki geta fylgst með því hér á netinu. Á einnar mínútu fresti verða úrslit og millitímar uppfærðir fyrir áhugasama.

Hvatningarstöðvar góðgerðafélaga

Góðgerðafélögin sem hægt er að safna áheitum fyrir á hlaupastyrkur.is eru einnig mörg með hvatningarstöðvar á leiðinni. Smelltu hér til að skoða kort þar sem þú getur séð hvar von er á hvatningu á leiðinni árið 2017 en athugið að staðsetningar eru ekki nákvæmar.

Samstarfsaðilar

Íþróttabandalag Reykjavíkur (ÍBR) var stofnað 1944 og eru samtök íþróttafélaganna í Reykjavík. Árlega hefur Íþróttabandalagið umsjón með sex stórum íþróttaviðburðum: Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka í ágúst, Laugavegshlaupið í júlí, Tour of Reykjavik og Miðnæturhlaup Suzuki í júní, Norðurljósahlaup Orkusölunnar í febrúar og Reykjavíkurleikar í janúar.