Heiðursklúbbur

Í tilefni af þrítugasta Reykjavíkurmaraþoninu, sem fram fór þann 24. ágúst 2013, var stofnaður Heiðursklúbbur Reykjavíkurmaraþons á skráningarhátíð hlaupsins þann 23.ágúst. Þeir hlauparar, sem lokið hafa 10 maraþonum eða hálfum maraþonum í Reykjavíkurmaraþoni öðlast aðild að klúbbnum.

Stjórn Heiðursklúbbsins skipa þau Gísli Ragnarsson, Martha Ernstsdóttir og Knútur Óskarsson.

Reykjavíkurmaraþon staðfestir hverjir hafa aðild að klúbbnum sem hittist árlega á skráningarhátíð Reykjavíkurmaraþons með því að birta lista með nöfnum þeirra á vef hlaupsins.

Als hafa 252 hlauparar lokið 10 eða fleiri maraþonum og hálfmaraþonum í Reykjavíkurmaraþoni. Smellið hér til að skoða lista yfir meðlimi klúbbsins sem uppfærður var að loknu Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka 2018.

Leiðréttingar frá þeim sem telja að á listanum séu rangar upplýsingar eða að upplýsingar vanti verða vel þegnar og óskast sendar á netfangið [email protected].

Merki Heiðursklúbbs Reykjavíkurmaraþons

Samstarfsaðilar
 • Íslandsbanki
 • Adidas
 • Suzuki
 • ÍTR
 • Avis
 • Margt smátt
 • Promennt
 • 66 Norður
 • Kynnisferðir / Reykjavik Excursions
 • Korta
 • Fulfil
 • Garmin
 • Bændaferðir / Hey Iceland
 • Gatorade

Íþróttabandalag Reykjavíkur (ÍBR) var stofnað 1944 og eru samtök íþróttafélaganna í Reykjavík. Árlega hefur Íþróttabandalagið umsjón með fimm stórum íþróttaviðburðum: Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka í ágúst, Laugavegshlaupið í júlí, Miðnæturhlaup Suzuki í júní, Norðurljósahlaup Orkusölunnar í febrúar og Reykjavíkurleikar í janúar.