Heiðursklúbbur

Í tilefni af þrítugasta Reykjavíkurmaraþoninu, sem fram fór þann 24. ágúst 2013, var stofnaður Heiðursklúbbur Reykjavíkurmaraþons á skráningarhátíð hlaupsins þann 23. ágúst. Þeir hlauparar, sem lokið hafa 10 maraþonum eða hálfum maraþonum í Reykjavíkurmaraþoni öðlast aðild að klúbbnum. Veittar eru viðurkenningar til hlaupara þegar þeir hafa lokið 10, 15, 20, 25 og 30 hlaupum.

Viðurkenningar fyrir Heiðursklúbbinn verða næst veittar eftir Reykjavíkurmaraþonið 2023. Þau sem ljúka hlaupinu 2023 og sem hafa ekki fengið viðurkenningar síðustu 3 ár verður boðið að taka á móti viðkenningu.

Smelltu á hnappana hérna fyrir neðan til að sjá lista yfir alla hlauparana sem tilheyra heiðursklúbbnum. Listarnir eru birtir með fyrirvara um villur. Ef þú vilt koma á framfæri ábendingu varðandi gögn sem vantar eða að þörf sé á leiðréttingu er hægt að senda til okkar í gegnum þetta form: https://forms.office.com/e/Q5LXczu9Dr

Styrktaraðilar

  • Íslandsbanki
  • Corsa
  • Suzuki
  • ÍTR
  • 66 Norður
  • Kynnisferðir / Reykjavik Excursions
  • Gatorade