Hlaupastyrkur

Góðgerðarmál

Styrktarsjóður Arnarskóla

Samtals Safnað

0 kr.

Fjöldi áheita

0

Markmið styrktarsjóðs Arnarskóla er að afla fjár og veita styrkjum til Arnarskóla ses til að efla starfsemi skólans svo koma megi betur til móts við þarfir nemenda hans.

Arnarskóli er sjálfstætt starfandi skóli sem sérhæfir sig í menntun og þjónustu við börn með einhverfu og önnur þroskafrávik í fyrsta til tíunda bekk. Arnarskóli er sjálfseignarstofnun (non-profit), stofnaður að hópi foreldra og fagfólks. Arnarskóli er eini skólinn á Íslandi sem býður uppá heildstæða samfellda þjónustu allan daginn, allan ársins hring fyrir börn sem þurfa á einstaklingsmiðaðri þjónustu að halda. Skólinn er rekinn af framlögum frá sveitarfélögum, en til að ráðast í stærri verkefni þurfum við að reiða okkur á framlög frá einstaklingum og góðgerðarsamtökum.

Öll framlög sem safnast í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka 2021 fara í uppbyggingu á skólalóð Arnarskóla. Draumur okkar er að byggja upp skólalóð sem er opin og aðgengileg öllum börnum.

Styrktaraðilar

  • Íslandsbanki
  • Corsa
  • Suzuki
  • ÍTR
  • 66 Norður
  • Kynnisferðir / Reykjavik Excursions
  • Gatorade