Hlaupastyrkur

Góðgerðarmál

Barnaspítalasjóður Hringsins, Vökudeild, Hringurinn

Samtals Safnað

5.000 kr.

Fjöldi áheita

1

Úr Barnaspítalasjóði Hringsins eru árlega veittir styrkir til að bæta aðbúnað barna sem þurfa á heilbrigðisþjónustu að halda. Það hefur verið metnaður Barnaspítalasjóðs frá stofnun hans 1942 að börn hafi aðgang að bestu lækningatækjum og búnaði sem til er á hverjum tíma. Eitt af aðalverkefnum sjóðsins síðustu ár hefur verið að styrkja Vökudeildina svo aðbúnaður þar sé sá allra besti sem völ er á fyrir þau börn og foreldra sem þurfa að nýta þjónustu Vökudeildar.

Í hlaupinu í ár söfnum við fyrir bráðabúnaði fyrir fyrirbura. Búnaðurinn gerir heilbrigðis-starfsfólki kleift að hefja meðferð barns áður en klippt er á naflastreng. Til þess að það sé hægt þarf sérstakt borð með bráðabúnaði og hitalampa sem hægt er að staðsetja við hlið fæðingarrúms. Nýjustu rannsóknir benda til þess að sérstaklega hjá fyrirburum sé mikill ávinningur að bíða með að skilja á milli í a.m.k. eina mínútu eftir fæðingu en á sama tíma þarf að gæta þess að halda hita á barninu og veita því þá öndunaraðstoð og aðra bráðameðferð sem þarf.

Hlauparar Hring fyrir Hringinn velkomnir á Facebook síðu hlaupara https://www.facebook.com/groups/472947570124360/

Þá verðum við með bás á Fit&Run expo 22. og 23. ágúst og hvetjum hlauparana okkar til að kíkja við, ná í glaðningana sína og segja hæ :)

Hlökkum til að sjá ykkur 24. ágúst!

Einstaklingar sem safna fyrir félagið

Runner
Half Marathon

Þröstur Hjálmarsson

Hefur safnað 5.000 kr. fyrir
Barnaspítalasjóður Hringsins, Vökudeild, Hringurinn
20% af markmiði

Nýir styrkir

Stöðuþráður hlaupara

Guðjón frændi
Upphæð5.000 kr.
Heja heja

Styrktaraðilar

  • Íslandsbanki
  • Corsa
  • Suzuki
  • ÍTR
  • 66 Norður
  • Kynnisferðir / Reykjavik Excursions
  • Gatorade