Hlaupastyrkur
Góðgerðarmál
Rauði krossinn - Frú Ragnheiður í Reykjavík - Skaðaminnkun
Samtals Safnað
0 kr.
Fjöldi áheita
0
Frú Ragnheiður var sett á laggirnar árið 2009 á höfuðborgarsvæðinu og byggir á hugmyndafræði skaðaminnkunar. Verkefnið hefur þann tilgang að ná til jaðarsettra hópa í samfélaginu eins og húsnæðislausra einstaklinga og einstaklinga sem nota vímuefni um æð og bjóða þeim skaðaminnkandi þjónustu í formi heilbrigðisþjónustu og nálaskiptiþjónustu. Heilbrigðisþjónusta Frú Ragnheiðar veitir meðal annars aðhlynningu sára, sýklalyfjameðferð, umbúðaskipti, saumatöku og almenna heilsufarsskoðun og ráðgjöf. Á hverri vakt starfar hjúkrunarfræðingur og læknir sem sinnir bakvakt.