Hlaupastyrkur

Góðgerðarmál

SÁTT (Samtök um átraskanir og tengdar raskanir)

Samtals Safnað

0 kr.

Fjöldi áheita

0

Um átraskanir

Átraskanir eru alvarlegir langvinnir geðsjúkdómar sem einkennast af miklum truflunum á mataræði. Átröskun er samspil líkamlegra, sálrænna og félagslegra þátta sem hafa innbyrðis áhrif hver á annan. Átraskanir valda iðulega alvarlegum líkamlegum og andlegum einkennum, þær ágerast oft mjög hratt og geta í verstu tilfellum leitt til dauða. Því skiptir snemmtæk íhlutun sköpum.

Staðan í dag

Þjónustu við átröskunarsjúklinga hefur verið ábótavant um langt skeið. Fá og einsleit úrræði og langir biðlistar eru eftir þeirri þjónustu sem í boði er. Á meðan á biðinni stendur er eina úrræðið kostnaðarsöm sálfræðiþjónusta sem er hvorki fullnægjandi, né á allra færi. Brýnt er að auka fjármagn sé veitt í þessu þjónustu s.s. starfsemi átröskunarteymis Landspítalans og BUGL (Barna og unglingageðdeildar Landspítalans).

Þá er brýnt að bæta forvarnir og fræðslu.

Styrktaraðilar

  • Íslandsbanki
  • Corsa
  • Suzuki
  • ÍTR
  • 66 Norður
  • Kynnisferðir / Reykjavik Excursions
  • Gatorade