Góðgerðarmál
Styrktarfélag Mikaels Smára
Samtals Safnað
Fjöldi áheita
Mikael Smári er 11 ára sjarmatröll, sem haldin er taugahrörnunar sjúkdómnum ataxia telangiectasia. Sjúkdómurinn leggst meðal annars á tauga- og ónæmiskerfið, og leiðir til alvarlegrar færniskerðingar. Í dag á Mikael orðið mjög erfitt með flestar hreyfingar, er háður ýmsum hjálpartækjum, þ.á.m. hjólastól, og magasondu, þar sem hann á erfitt með að nærast nóg.
Mikka hefur farið töluvert aftur undanfarið, hann þreytist orðið mjög fljótt og nær því lítið að vera með í skólanum, eða leika við jafnaldra.
Lífaldurinn er ekki hár hjá þeim börnum sem greinast með sjúkdóminn og skiptir mestu máli núna að búa honum sem best líf, búa til minningar og leyfa honum að njóta sín.
Sjóðurinn hefur stutt við fjölskyldu Mikka með greiðslum af hjólastólabíl sem þau hafa til umráða fyrir hann, styrki fyrir ferðalög og annan kostnað sem þarf að leggja út fyrir vegna þeirra hamla sem þau standa frammi fyrir.
Einstaklingar sem safna fyrir félagið
Nýir styrkir