Hlaupastyrkur
Góðgerðarmál
Hollvinir Grensásdeildar
Samtals Safnað
0 kr.
Fjöldi áheita
0
Tilgangur samtakanna er að styðja við, efla og styrkja endurhæfingarstarfsemi þá, sem fram fer á Grensásdeild Landspítala Háskólasjúkrahúss eða í tengslum við þá starfsemi. Skal það gert með öflun fjár til kaupa á nauðsynlegum tækjum og búnaði og eins með því að vekja athygli á og hvetja til styrktar starfseminnar á opinberum vettvangi. Þetta starf hefur borið góðan árangur, sem meðal annars birtist í ákvörðun ríkisstjórnarinnar um fjárveitingu til viðbyggingar við Grensásdeild.
Grensásdeild gegnir lykilhlutverki í íslensku heilbrigðiskerfi og flestar fjölskyldur á Íslandi þekkja til einhvers sem notið hefur þjónustu og aðstoðar deildarinnar við að endurheimta fyrri færni eftir alvarleg slys eða sjúkdóma.
Heimasíða félagsins er grensas.is.