Hlaupastyrkur

Góðgerðarmál

Félag áhugamanna um Smith Magenis Syndroom

Samtals Safnað

0 kr.

Fjöldi áheita

0

Smith-Magenis heilkenni (SMS) hefur í för með sér mörg alvarleg og víðtæk einkenni. Enginn er með þau öll en þó eru nokkur einkenni sem nær allir hafa. Þau einkenni sem nær allir með SMS hafa og eru mest einkennandi fyrir heilkennið eru svefnvandamál, mikil skapofsaköst, sjálfskaðandi hegðun og ákveðin útlitseinkenni. Svefnvandamálið byrjar yfirleitt um 1 árs aldur og lýsir sér þannig að þau vakna oft á hverri nóttu og eru alvöknuð fyrir allar aldir. Yngri börn sofa verr seinni hluta nætur á meðan eldri börn og fullorðnir vakna frekar upp fyrri hluta nætur. Útlitið er einkennandi en þessir einstaklingar hafa þykkar kinnar, djúpstæð augu, flata nefrót og niðurbeygðan munn. Litlar hendur og smáa fætur. Með aldrinum verða augabrýrnar þykkari og oft samvaxnar, andlitið breiðara og kjálkarnir áberandi.  Fyrst var talið að þetta stafaði af ofvexti í neðra andlitinu en nú hallast fræðimenn að því að vanþroski í efra andlitinu valdi þessum misvexti.

Sem ungabörn eru börnin oftast auðveld og krefjast lítils af umönnunaraðila sínum. Börnin eru slöpp og hafa lága vöðvaspennu. Þau eru á eftir í hreyfiþroska og byrja oft ekki að ganga fyrr en um tveggja og hálfs árs aldur. Þau eru ánægð með að liggja eða sitja og horfa. Þau leika sér mjög lítið.

Flest byrja börnin ekki að tala fyrr en um 4 – 5 ára aldur en þau geta nýtt sér tákn með tali mjög vel.

Allir þessir einstaklingar eru með þroskaskerðingu og er yfirleitt um væga til miðlungs skerðingu að ræða.

Samstarfsaðilar

  • Íslandsbanki
  • Suzuki
  • ÍTR
  • 66 Norður
  • Kynnisferðir / Reykjavik Excursions
  • Gatorade