Hlaupastyrkur

Góðgerðarmál

DM félag Íslands

Samtals Safnað

0 kr.

Fjöldi áheita

0

DM félag Íslands er hagsmunafélag sjúklinga með DM sjúkdóminn (Myotonic dystrophy) og aðstandendur þeirra. Sjúkdómurinn er oftast kallaður DM en á íslenskri tungu hefur hann hlotið heitið spennuvisnun. DM er erfðasjúkdómur og er algengasti vöðvavisnunarsjúkdómurinn í fullorðnum. Sjúkdómurinn er fjölkerfa sjúkdómur sem hefur áhrif á marga hluta líkamans. Vegna fjölkerfaáhrifa sjúkdómsins þarfnast einstaklingar með hann mikils aðhalds, en þrátt fyrir að sjúkdómurinn hafi fyrst verið greindur árið 1903 þá eru lítil sem engin úrræði til staðar fyrir sjúklinga hér á landi. Engin lækning er til fyrir DM og aðeins er hægt að meðhöndla og milda einkennin hjá þeim sem greinast með sjúkdóminn.
Helstu markmið DM félags Íslands er að auðvelda aðgengi að upplýsingum um DM á íslensku, stuðla að aukinni þekkingu fagfólks í nánasta umhverfi sjúklinga ásamt því að koma af stað vettvangi þar sem bæði aðstaðendur og sjúklingar geta kynnt sér úrræði og leitað sér aðstoðar.

Samstarfsaðilar

  • Íslandsbanki
  • Suzuki
  • ÍTR
  • 66 Norður
  • Kynnisferðir / Reykjavik Excursions
  • Gatorade