Hlaupastyrkur

Góðgerðarmál

Samtals Safnað

19.500 kr.

Fjöldi áheita

6

Bergið Headspace opnaði fyrir þjónustu sína haustið 2019 og er ætlað ungmennum upp að 25 ára.  Þjónusta Bergsins er þannig uppbyggð að ungmenni, upp að 25 ára, geta óskað eftir þjónustu og fengið viðtal við ráðgjafa tíma sem allra fyrst, á staðnum eða í gegnum fjarþjónustu. Öll þjónusta Bergsins er ókeypis fyrir ungmenni á öllu landinu.  Ráðgjafar eru með breiða fagþekkingu og reynslu í störfum með ungu fólki.  Markmiðið er að bjóða andlegan stuðning og ráðgjöf sérhönnuð fyrir ungmenni með hlýtt, heimilislegt og opið viðmót.  Rannsóknir sýna að þessi aldurshópur sækir sér ekki hjálp fyrr en vandinn er orðinn mikill. Kerfin geta líka verið flókin og afmörkuð við tilteknar greiningar eða vanda sem gerir það að verkum að erfitt er að fá heildstæða þjónustu.  Bergið vill ná til ungmenna fljótt og vel, helst áður en vandinn er orðinn mikill eða flókinn. Með fræðslu og stuðningi finnum við leiðir í samvinnu að bættri líðan og eflum virkni ungmenna í samfélaginu. Mikilvægt er að tryggja aðgengi að geðheilbrigðisþjónustu fyrir þennan hóp en þar hefur Bergið Headspace skapað sér stöðu sem eina lágþröskuldaúrræðið sem í boði er fyrir þennan hóp. Um 300 ungmenni sækja þjónustu Bergsins á hverjum tíma.

Einstaklingar sem safna fyrir félagið

Jóhanna Guðrún Sigurðardóttir

Hefur safnað 3.500 kr. fyrir
23% af markmiði

Freyja Steindorsdottir

Hefur safnað 16.000 kr. fyrir
16% af markmiði

Sunneva Líf Albertsdóttir

Er að safna fyrir
0% af markmiði

Arnar Freyr Björnsson

Er að safna fyrir
0% af markmiði

Nýir styrkir

Stöðuþráður hlaupara

Sara Þorsteinsdóttir
Upphæð5.000 kr.
go Freyja go!!
Upphæð500 kr.
Engin skilaboð
Upphæð1.000 kr.
Engin skilaboð
Linda Birgis
Upphæð2.000 kr.
Takk fyrir að styrkja Bergið headspace !
Mamma
Upphæð6.000 kr.
Yndislegasta blóm
Iðunn antonsdóttir
Upphæð5.000 kr.
Áfram Freyja hlaupastúlka!

Samstarfsaðilar