Hlaupastyrkur

Góðgerðarmál

Andartak — Cystic Fibrosis samtökin á Íslandi

Samtals Safnað

0 kr.

Fjöldi áheita

0

Andartak er styrktarfélag fyrir einstaklinga á Íslandi sem eru með slímseigjusjúkdóm

Slímseigjusjúkdómur (e. Cystic Fibrosis) er arfgengur víkjandi sjúkdómur sem veldur galla í CFTR geni. Þessi galli hefur áhrif á slímhúð í ýmsum líffærum en allt slím sem líkaminn framleiðir verður of þykkt og seigt sem veldur því að bakteríur eiga auðveldara með að setjast í slímið og valda sýkingum. Helstu líffæri sem verða fyrir áhrifum eru öndunarfæri, bris, meltingarfæri og svitakirtlar. Alvarlegustu og algengustu fylgikvillar eru tíðar öndunarfærasýkingar sem smám saman valda skemmdum á lungnavef og skerðingu á lungnavirkni. Einnig þurfa flestir með CF að taka meltingarensím með öllum máltíðum til þess að geta brotið niður fitu og nærst.

Engin lækning er til við sjúkdómnum. Fólk með CF þurfa að nota innöndunarlyf og sýklalyf til þess að þynna slímið og reyna að losa það upp og þannig minnka líkur á sýkingum. Lungnasjúkraþjálfun er einn stærsti og mikilvægasti þátturinn í að stuðla að heilbrigði og þurfa þau að stunda mikla hreyfingu daglega, auk þess að hitta sjúkraþjálfara og nota lyfin.

Styrktarfélagið Andartak hefur flutt inn franskan sjúkraþjálfara sem er sérhæfður í meðhöndlun sjúkdómsins ásamt því að styrkja einstaklinga með CF til greiðslu á æfingagjöldum og kaupum á hjálpartækjum. Reykjavíkurmaraþonið er nær eina fjáröflunarleið félagsins og því treystum við á að fá sem flesta hlaupara til liðs við okkur og vonumst til að ná að safna vel í ár.

Styrktaraðilar

  • Íslandsbanki
  • Corsa
  • Suzuki
  • ÍTR
  • 66 Norður
  • Kynnisferðir / Reykjavik Excursions
  • Gatorade