Hlaupastyrkur

Góðgerðarmál

Samtals Safnað

0 kr.

Fjöldi áheita

0

SOS Barnaþorpin eru fyrst og fremst barnahjálparsamtök sem veita munaðarlausum og yfirgefnum börnum staðgengil fyrir þá fjölskyldu sem þau hafa misst. Rík áhersla er lögð á að börnin alist upp í ástríku fjölskylduumhverfi og að réttindi þeirra séu tryggð. 

Auk þess að reka yfir 500 barnaþorp og önnur umönnunarúrræði víða um heim standa SOS Barnaþorpin fyrir umfangsmiklu forvarnarstarfi sem kallast Fjölskylduefling SOS. Skjólstæðingar Fjölskyldueflingar eru illa staddar barnafjölskyldur sem hjálpað er að koma undir sig fótunum og mæta grunnþörfum barnanna. Markmiðið er að börnunum líði vel og koma í veg fyrir aðskilnað þeirra og foreldranna.

SOS Barnaþorpin reka fjölda leikskóla, grunnskóla, verknámsskóla, ungmennaheimila, samfélagsmiðstöðva, heilsugæslustöðva auk þess að sinna neyðaraðstoð. Samtökin sinna líka ýmsum umbótaverkefnum í formi mannúðar- og þróunaraðstoðar, allt í þágu velferðar barna.

SOS Barnaþorpin starfa í 138 löndum óháð stjórnmálum og trúarbrögðum.

Samstarfsaðilar

  • Íslandsbanki
  • Suzuki
  • ÍTR
  • 66 Norður
  • Kynnisferðir / Reykjavik Excursions
  • Gatorade