Hlaupastyrkur

Góðgerðarmál

Grófin Geðrækt á Akureyri

Samtals Safnað

0 kr.

Fjöldi áheita

0

Grófin Geðrækt er gjaldfrjálst úrræði fyrir einstaklinga 18 ára og eldri á öllum stigum bataferlisins sem vilja auka virkni, komast í góðan félagsskap og stunda sjálfsvinnu á jafningjagrundvelli. Markmið Grófarinnar er meðal annars að skapa tækifæri fyrir þá sem glíma við geðraskanir að vinna í sínum bara á eigin forsendum og eigin ábyrgð, sem og að skapa vettvang fyrir alla þá sem vilja vinna að geðverndarmálum á jafningjagrunni hvort sem þeir eru notendur geðheilbrigðisþjónustunnar, fagaðilar, aðstandendur eða einfaldlega áhugamenn um framfarir í geðheilbrigðismálum! Auk þess leitumst við eftir að því að bæta lífsgæði þátttakenda og að standa að samfélagsfræðslu og forvörnum til að auka skilning og draga úr fordómum gagnvart þeim sem glíma við geðraskanir. Einnig viljum við stuðla að bættri nálgun í geðheilbrigðiskerfinu þar sem hugmyndir valdeflingar um notendasýn og bataferli á jafningjagrunni fái aukið jafnvægi.

Með ykkar stuðningi viljum við efla starfið enn frekar!

Samstarfsaðilar

  • Íslandsbanki
  • Suzuki
  • ÍTR
  • 66 Norður
  • Kynnisferðir / Reykjavik Excursions
  • Bændaferðir / Hey Iceland
  • Gatorade