Hlaupastyrkur

Góðgerðarmál

Birta - Landssamtök

Samtals Safnað

265.500 kr.

Fjöldi áheita

44

Birta – landssamtök foreldra/forráðamann sem misst hafa börn/ungmenni skyndilega

Þann 7. desember 2012 í Grafarvogskirkju, voru samtökin stofnuð og stofnfélagar á annað hundrað manns. Tilgangur samtakanna og markmið er að standa fyrir fræðslu og ýmsum viðburðum á landsvísu, fyrir syrgjandi foreldra og fjölskyldur þeirra. Einnig munu samtökin standa fyrir árlegum hvíldardögum fyrir foreldra/forráðamenn með endurnærandi hvíld að leiðarljósi. Hægt verður að fylgjast með starfi samtakanna á Fésbókarsíðunni Birta – landssamtök þar sem miðlað verður upplýsingum um stuðning, fræðslu og annað starf á landsvísu.

Á stofnfundinum greindi Lena Rós Matthíasdóttir, prestur, frá aðdraganda að stofnun samtakanna. Í starfi sínu hefur hún kynnst áfallasögu og sorg þeirra sem misst hafa börn og ungmenni og hefur sú reynsla nú leitt til stofnunar samtakanna. Pétur Emilsson sem missti dóttur sína af slysförum, tók einnig til máls á stofnfundinum og ræddi um mikilvægi þess að vinna með erfiðar tilfinningar í stað þess að byrgja þær inni. Þær væru í raun fjársjóður sem mikilvægt væri að opna fyrir og vinna með á jákvæðan hátt. Pétur og eiginkona hans stofnuðu Kærleikssjóð Stefnaníu G. Pétursdóttur og byggir sjóðurinn á sömu markmiðum og nýstofnuð samtök syrgjandi foreldra. Er það einlæg von þeirra hjóna að sjóðurinn megi verða landssamtökunum sterkur bakhjarl.

Á fundinum voru lög og markmið samtakanna samþykkt, en þau munu verða vettvangur foreldra/forráðamanna barna og ungmenna sem látist hafa skyndilega. Undir skyndilegt dauðsfall flokkast öll dauðsföll sem ekki gera boð á undan sér, hvort heldur sem orsökin er líffræðileg, viðkomandi hafi fallið fyrir eigin hendi eða annarra, horfið eða látist af slysförum. Samtökin munu ekki fylgja strangri aldursskilgreiningu, enda mikilvægara að skoða tengslamyndun foreldra og barna/ungmenna, en aldur hins látna.

Hægt er að skrá sig í samtökin með því að senda tölvupóst á netfangið: birtalandssamtok@gmail.com – Vinsamlega gefið upp fullt nafn, heimilisfang, símanúmer og netfang. Einnig er gott að fá upplýsingar um barnið/ungmennið sem lést: Nafn þess, fæðingar- og dánardag.

Verkefni

Styðja við foreldra sem misst hafa börn og/eða ungmenni án nokkurs fyrirvara. Stuðningur verði í formi fræðslu á mánaðarlegum opnum húsum og hvíldardaga. Sjá einnig lög samtakanna hér á síðunni.

Þeir sem vilja styrkja samtökin geta lagt inn á reikning 0331-26-1528. Kennitala samtakanna er 670514-1610.

Sími 832 3400

Netfang birtalandssamtok@gmail.com

Einstaklingar sem safna fyrir félagið

Runner
10 km

Sigurður Sveinn Þorbergsson

Hefur safnað 75.000 kr. fyrir
75% af markmiði
Runner
42.2 km

Hildur Sigurðardóttir

Hefur safnað 120.500 kr. fyrir
121% af markmiði
Runner
10 km

Kolbrún Dröfn Ragnarsdóttir

Hefur safnað 1.000 kr. fyrir
100% af markmiði
Runner
10 km

Guðný Sigurðardóttir

Hefur safnað 69.000 kr. fyrir
69% af markmiði

Nýir styrkir

Stöðuþráður hlaupara

Páll Sigurðsson
Upphæð5.000 kr.
Engin skilaboð
Hrefna Sigurlín Sigurnýasdóttir
Upphæð2.000 kr.
Engin skilaboð
Upphæð5.000 kr.
Áfram Guðný <3
Upphæð5.000 kr.
Áfram Siggi. Maraþon næst
Fúsi Tomm ehf
Upphæð28.000 kr.
Gangi þér vel
María Bóel
Upphæð2.000 kr.
Áfram Siggi!👏🏼🥰
Upphæð66.000 kr.
þá er bara að klára þetta.
Guðný
Upphæð5.000 kr.
Gangi þér vel mamma❤️❤️❤️
Guðný frænka
Upphæð10.000 kr.
Áfram elsku nafna mín. Þú massar þetta hlaup eins og allt annað í lífinu ♥️ Lovjú
Þórdís og Snorri
Upphæð5.000 kr.
Áfram Guðný!
Upphæð5.000 kr.
Engin skilaboð
Guðný Sigurðardóttir
Upphæð10.000 kr.
Þú massar þetta systir mín <3
Ástþór og Sigrún
Upphæð5.000 kr.
Áfram að markinu 🥇
Einar Helgason
Upphæð10.000 kr.
Gangi þér vel
Upphæð2.000 kr.
Engin skilaboð
Hávarður Tryggvason
Upphæð1.000 kr.
Áfram Siggi
Lára Lind
Upphæð2.000 kr.
Þú ert duglegust❤️
Upphæð5.000 kr.
Engin skilaboð
Hrefna Guðmundsdóttir
Upphæð10.000 kr.
Gangi þér vel!
Hrefna Halldórsdóttir
Upphæð2.000 kr.
Gangi þér vel
Upphæð1.000 kr.
Engin skilaboð
Lilja Arnardóttir
Upphæð2.000 kr.
Gangi þér vel
Hrefna Morthens
Upphæð2.000 kr.
Þú ert best og ég er stolt af þér 🫶
Erla Ásgeirsdóttir
Upphæð3.000 kr.
Gangi þér vel 🫶🏻
Upphæð2.000 kr.
Engin skilaboð
Ágústa Óladóttir
Upphæð5.000 kr.
Gangi þér vel. Speglar minninguna ī Birtunni og Birtuna ī minningunni
Hrefna Halldorsd
Upphæð2.000 kr.
Gangi þer vel
Upphæð5.000 kr.
Engin skilaboð
Anna Bickford
Upphæð5.000 kr.
Good luck! You are amazing!
Ólöf Jónsdóttir
Upphæð1.000 kr.
Áfram Hildur
Elín
Upphæð10.000 kr.
Heia Siggi 🥳
Upphæð2.000 kr.
Engin skilaboð
Upphæð1.000 kr.
Gangi þér vel !
Upphæð5.000 kr.
Engin skilaboð
Upphæð10.000 kr.
Engin skilaboð
Upphæð2.000 kr.
Engin skilaboð
Aðalheiður Olgudóttir
Upphæð2.000 kr.
Engin skilaboð
Berglind
Upphæð2.000 kr.
Gott framtak áfram Siggi
Upphæð1.000 kr.
Engin skilaboð
Þórunn
Upphæð5.000 kr.
Gangi þér vel Guðný mín
Tómas Lárus Vilbergsson
Upphæð2.000 kr.
Sigur
Sandra Trampe
Upphæð5.000 kr.
Áfram Siggi! Áfram Birta!
Upphæð2.500 kr.
Engin skilaboð
Upphæð3.000 kr.
Engin skilaboð

Samstarfsaðilar

  • Íslandsbanki
  • Corsa
  • Suzuki
  • ÍTR
  • 66 Norður
  • Kynnisferðir / Reykjavik Excursions
  • Gatorade