Hlaupastyrkur

Góðgerðarmál

Samtals Safnað

0 kr.

Fjöldi áheita

0

Foreldrahús er ráðgjafa- og meðferðarúrræði fyrir börn og unglinga og fjölskyldur þeirra. Allir geta leitað til Foreldrahúss en þar starfar fagfólk með breiðan grunn s.s. áfengis- og vímuefnaráðgjöf, fjölskyldumeðferð, listmeðferð, sálfræðráðgjöf ofl. Allir ráðgjafar Foreldrahúss hafa áralanga reynslu af vinnu með börnum og unglingum og fjölskyldum. 

Í Foreldrahús leita fjölskyldur með ýmis mál. Má þar nefna áfengisneyslu og vímuefnavanda ungmenna, samskiptavanda innan eða utan heimilis, skólaforðun, kvíða, hegðunarvanda, áhættuhegðun, umgengnismál o.fl. 

Kjarnastarfsemi Foreldrahúss er ráðgjöf, meðferð og fræðsla. Við fræðum fagfólk og foreldra um áhættuhegðun og vímuefnamál, seiglu og samskipti. Foreldrahús er með skrifstofur í Reykjavík en sinnir allri landsbyggðinni. Utan opnunartíma tekur Foreldrasíminn við 581-1799, en hann er opinn allan sólarhringinn allt árið um kring.  


Styrktaraðilar

  • Íslandsbanki
  • Corsa
  • Suzuki
  • ÍTR
  • 66 Norður
  • Kynnisferðir / Reykjavik Excursions
  • Gatorade