Góðgerðarmál
Líf án ofbeldis
Samtals Safnað
Fjöldi áheita
Samtökin Líf án ofbeldis eru baráttusamtök mæðra og uppkominna barna sem krefjast þess að börn séu vernduð gegn ofbeldi feðra í umgengnis- og forsjármálum. Um er að ræða kynbundið kerfisbundið ofbeldi sem á rætur sínar að rekja til rótgróinna fordóma gegn konum og valdastrúktúr þar sem karlar njóta forréttinda.
Hreyfingunni #lífánofbeldis var hrundið af stað vegna endurtekinna úrskurða og umfjallana í fjölmiðlum um umgengnis- og forsjármál þar sem börn eru skikkuð í umgengni við gerendur sína, barnaníðinga og ofbeldismenn.
Þess er krafist að dómsmálaráðherra axli stjórnunarlega ábyrgð og tryggi öryggi barna og vernd gegn ofbeldi í réttarákvörðun um líf þeirra í forsjár- og umgengnismálum. Við krefjumst þess að lagaframkvæmd sýslumanna og dómara sé í reynd í samræmi við þær áherslur sem sammælst hefur verið um í núgildandi barnalögum um aukið vægi ofbeldis við ákvörðun forsjár og umgengni. Við viljum koma þeim skilaboðum til samfélagsins og yfirvalda að vernd barna gegn ofbeldi í ákvörðun sýslumanna og dómara er ábótavant og mæðrum sem greina frá áhyggjum sínum af ofbeldi í forsjár- og umgengnismálum er gert ókleift að vernda börn sín. Framtakinu er ætlað að minna yfirvöld á skyldu sína gagnvart börnum og gagnvart þolendum ofbeldis. Stjórnvöldum ber skylda til að grípa til allra nauðsynlegra aðgerða til að vernda börn gegn ofbeldi.
Einstaklingar sem safna fyrir félagið
Nýir styrkir