Hlaupastyrkur

Góðgerðarmál

Samtals Safnað

50.000 kr.

Fjöldi áheita

12

Samtökin Líf án ofbeldis eru baráttusamtök mæðra og uppkominna barna sem krefjast þess að börn séu vernduð gegn ofbeldi feðra í umgengnis- og forsjármálum. Um er að ræða kynbundið kerfisbundið ofbeldi sem á rætur sínar að rekja til rótgróinna fordóma gegn konum og valdastrúktúr þar sem karlar njóta forréttinda.

Hreyfingunni #lífánofbeldis var hrundið af stað vegna endurtekinna úrskurða og umfjallana í fjölmiðlum um umgengnis- og forsjármál þar sem börn eru skikkuð í umgengni við gerendur sína, barnaníðinga og ofbeldismenn.

Þess er krafist að dómsmálaráðherra axli stjórnunarlega ábyrgð og tryggi öryggi barna og vernd gegn ofbeldi í réttarákvörðun um líf þeirra í forsjár- og umgengnismálum. Við krefjumst þess að lagaframkvæmd sýslumanna og dómara sé í reynd í samræmi við þær áherslur sem sammælst hefur verið um í núgildandi barnalögum um aukið vægi ofbeldis við ákvörðun forsjár og umgengni. Við viljum koma þeim skilaboðum til samfélagsins og yfirvalda að vernd barna gegn ofbeldi í ákvörðun sýslumanna og dómara er ábótavant og mæðrum sem greina frá áhyggjum sínum af ofbeldi í forsjár- og umgengnismálum er gert ókleift að vernda börn sín. Framtakinu er ætlað að minna yfirvöld á skyldu sína gagnvart börnum og gagnvart þolendum ofbeldis. Stjórnvöldum ber skylda til að grípa til allra nauðsynlegra aðgerða til að vernda börn gegn ofbeldi.

Einstaklingar sem safna fyrir félagið

Runner
21.1 km

Bergljót Gyða Guðmundsdóttir

Hefur safnað 50.000 kr. fyrir
100% af markmiði

Nýir styrkir

Stöðuþráður hlaupara

Upphæð5.000 kr.
ohhhh yeeeeeeeeeeesssss
Upphæð5.000 kr.
Engin skilaboð
Húnbogi Kúld
Upphæð12.000 kr.
Áfram áfram áfram!
Linda Björk
Upphæð5.000 kr.
Áfram þú kæra vinkona💪
Hinrik & Gústaf
Upphæð900 kr.
Engin skilaboð
Upphæð5.000 kr.
Litla dæmið
Margrét Sigmarsdóttir
Upphæð3.000 kr.
Gogogo Gyða 🍀
Júlíus Bjarnsteinn Bryngerðarson
Upphæð1.100 kr.
ÁFRAM BERGLJÓT GYÐA VINKONA MÍN ÉG STYRKI HANA HÚN ER HÁTÍÐLEG OG TIGNARLEG!
Nafnlaus
Upphæð5.000 kr.
Oh yeeees
Þóra J
Upphæð1.000 kr.
Takk!
Hildur
Upphæð2.000 kr.
Svo mikið best elsku vinkona - ekkert smá stolt af þér! 💕 Rúllar þessu upp!
Kolla
Upphæð5.000 kr.
Svo ótrúlega stolt af þér elsku besta, magnaða og hörkuduglega systir mín, þú munt svoleiðis rúlla þessu upp! 💪😘❤️🥰 Hugheilar stuðnings- og peppkveðjur og knús frá Kolbu sys ❤️💪

Samstarfsaðilar

  • Íslandsbanki
  • Corsa
  • Suzuki
  • ÍTR
  • 66 Norður
  • Kynnisferðir / Reykjavik Excursions
  • Gatorade