Hlaupastyrkur

Góðgerðarmál

Samtök um líkamsvirðingu

Samtals Safnað

0 kr.

Fjöldi áheita

0

Samtök um líkamsvirðingu hafa það að markmiði að stuðla að virðingu fyrir fjölbreytileika holdafars, jákvæðri líkamsmynd og heilsueflingu óháð holdafari. Sömuleiðis munu samtökin gera sitt til að vinna gegn útlitsdýrkun og fitufordómum í samfélaginu. Það er von okkar að hér megi rísa öflug hreyfing gegn öllum þeim óheilbrigðu og jafnvel siðlausu áherslum sem virðast ríkja í tengslum við heilsu og holdafar í dag. Margt af því sem sett er fram í nafni heilsu á ekkert skylt við heilbrigði og fordómar og mannfyrirlitning virðast ráða ríkjum á mörgum sviðum. Við viljum búa til samfélag þar sem allir líkamar eru velkomnir og heilsuefling snýst um vellíðan og umhyggju fyrir líkamanum. Við viljum að börn læri að þykja vænt um líkama sinn og bera virðingu fyrir margbreytileikanum. Við viljum víkka út þröngsýnar hugmyndir um fegurð. Við viljum að fataverslanir bjóði föt fyrir raunverulegt fólk í allskonar stærðum. Við viljum ekki að neinn þurfi að forðast að fara í sund vegna líkamskomplexa. Við viljum binda endi á átraskanir, stríðni vegna holdafars og stríðið gegn offitu. Við viljum frelsi.

Styrktaraðilar

  • Íslandsbanki
  • Corsa
  • Suzuki
  • ÍTR
  • 66 Norður
  • Kynnisferðir / Reykjavik Excursions
  • Gatorade