Hlaupastyrkur

Góðgerðarmál

Áfram Klara

Samtals Safnað

0 kr.

Fjöldi áheita

0

Áfram Klara er góðgerðarfélag stofnað fyrir Klöru litlu sem lenti í alvarlegu hoppukastalaslysi sumarið 2021. 

Áfram Klara safnar áheitum fyrir Klöru sem er í mikilli endurhæfingu og kemur líklega til með að lifa við einhverja hreyfihömlun og málörðugleika ævina út. Áheitin renna beint til litlu hetjunnar.

Góðgerðarfélagið er stofnað af frænkum Klöru sem fundu leið til að styðja við fjölskylduna með því að stunda hreyfingu og útivist með móður Klöru. Móðir Klöru hefur fundið styrk í útivistinni og frænkunum fannst því tilvalið að nýta þennan vettvang til að hvetja hana áfram og um leið styðja Klöru litlu frænku sína. 

Áfram Klara liðið hefur svo hægt og rólega í vetur stækkað og dafnað þar sem fólk hefur bæst við og tekið þátt í hreyfingunni. Og núna er komið að Reykjavíkurmaraþoninu, þar sem Áfram Klara mætir með flott hlaupalið.

Hægt er að fylgjast með undirbúningi liðsins á Facebook síðu þess, Áfram Klara.

Samstarfsaðilar

 • Íslandsbanki
 • Adidas
 • Suzuki
 • ÍTR
 • Avis
 • Margt smátt
 • Promennt
 • 66 Norður
 • Kynnisferðir / Reykjavik Excursions
 • Fulfil
 • Bændaferðir / Hey Iceland
 • Gatorade