Hlaupastyrkur

Góðgerðarmál

Klúbburinn Strókur - virknimiðstöð

Samtals Safnað

0 kr.

Fjöldi áheita

0

Klúbburinn Strókur er virkni- og endurhæfingarúrræði, staðsett á Selfossi og opið öllum íbúum á Suðurlandi en þjónustusvæðið er Árnessýsla, Rangárþing og V- Skaftafellssýsla.

Strókur er bæði athvarf og virknimiðstöð þar sem einstaklingar eru studdir í virkni og bata eftir að hafa lent utan vinnumarkaðar sökum geðraskana og/eða eru að glíma við félagslega einangrun. Opnunartími Stróks er mánud.-fimmtud. frá kl. 8:30-15:00. Þau sem koma í þjónustu hjá Strók er boðið upp á einstaklingsmiðaðan stuðning þar sem hjálp til sjálfshjálpar er veitt og unnið út frá styrkleikum hvers og eins. Dagskrá Stróks er þannig uppbyggð að boðið er upp á dagskrárliði sem styðja við iðju-, líkamlega, andlega- og félagslega færni. Unnið er með hverjum og einum að hans markmiðum og einstaklingar studdir til eflingar hvort sem er í formi fjölbreyttar vinnu í húsinu, öðrum sjálfboðaliðastörfum, skráningu í nám eða þeir aðstoðaðir við að komast út á vinnumarkað. Jafningjastuðningur er án efa einn af stærstu styrkleikum starfseminnar og það að rjúfa félagslega einangrun þegar einstaklingur er utan vinnumarkaðar í skemmri eða lengri tíma skiptir sköpum hvað varðar heilsu og endurkomu út í samfélagið og einnig til að fyrirbyggja innlagnir á geðsvið sem dæmi.

Aðal markmið Klúbbsins Stróks er að styðja við bataferli notenda heilbrigðiskerfisins og að fólk með geðraskanir og/eða félagslega einangrun fái úrræði við sitt hæfi í heimabyggð. Einnig að auka tengsl fólks og efla einstaklinginn til sjálfshjálpar, stuðla að virkni og endurkomu út á vinnumarkað, fyrirbyggja innlagnir og brjóta niður fordóma.

Styrktaraðilar

  • Íslandsbanki
  • Corsa
  • Suzuki
  • ÍTR
  • 66 Norður
  • Kynnisferðir / Reykjavik Excursions
  • Gatorade