Hlaupastyrkur

Góðgerðarmál

HD-Samtökin á Íslandi

Samtals Safnað

0 kr.

Fjöldi áheita

0

HD-Samtökin á Íslandi eru stuðningssamtök fyrir sjúklinga og fjölskyldur sem berjast við Huntington sjúkdóminn, stofnað 2 2, 2022. 

Tilgangur félagsins er að vinna að auknum lífsgæðum og velferð þeirra sem haldnir eru HD-sjúkdómnum og HD-erfðagreindir með því að veita þeim og aðstandendum þeirra stuðning og stuðla að öflugri félags- og fræðslustarsemi. Samtökin vinna að því að tryggja meira fjármagn til sjúklinga, fjölskyldna og rannsókna.

HD er af mörgum talinn grimmasti sjúkdómur sem maðurinn þekkir, og engin lækning er við honum í dag. Sjúkdómurinn berst frá kynslóð til kynslóðar og hefur áhrif á líf fjölskyldna á djúpstæðan hátt. Með framförum í erfðafræði og lyfjarannsóknum geta erfðagreindir einstaklingar átt von á mun betri framtíð en fyrri kynslóðir.

Samtökin hvetja einstaklinga sem verða fyrir áhrifum af Huntington-sjúkdómnum, aðstandendur og aðra áhugasama til að skrá sig í félagið og njóta þannig góðs af því sem við höfum upp á að bjóða, sjá https://www.huntington.is.

Við erum með facebook síðu https://www.facebook.com/Huntingtonisland/  þar sem hlauparar sem hlaupa fyrir félagið í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka, tilkynna sig. Við vonumst til að sjá sem flesta hlaupara þar inni. 


Eflum von í baráttunni gegn Huntington sjúkdómnum!

Styrktaraðilar

  • Íslandsbanki
  • Corsa
  • Suzuki
  • ÍTR
  • 66 Norður
  • Kynnisferðir / Reykjavik Excursions
  • Gatorade