Hlaupastyrkur

Góðgerðarmál

Samtals Safnað

0 kr.

Fjöldi áheita

0

Öfgar eru róttæk félagasamtök sem berjast gegn kynbundnu ofbeldi. Öfgar eru stofnuð af þolendum fyrir þolendur og við beitum róttækum aðgerðum gegn rótgrónum vanda í samfélaginu. Öfgar berjast fyrir breyttu og öruggara samfélagi án nauðgunarmenningar, gerandameðvirkni og feðraveldis. Við berjumst fyrir samfélagi þar sem þolendum er trúað en ekki slaufað og hannúð og þöggunarmenning heyra sögunni til. Tími breytinga er núna!

Öfgar leggja áherslu á samfélagsmiðla í baráttunni gegn kynbundnu ofbeldi en við skrifum líka blaðagreinar, höldum fyrirlestra og masterclass námskeið, skrifum umsagnir til lagabreytinga og þingsályktunartillaga. Á síðasta ári gáfu Öfgar út podcast smáseríuna ,,Út í Öfgar'' sem fjallaði um sögu brotaþolenda með hliðsjón af réttarkerfinu og hvaða betrumbóta er þörf á í ferlinu. Öfgar fengu þann heiður að taka þátt í skrifum skuggaskýrslu GREVIO sem og að ávarpa Sameinuðu Þjóðirnar um stöðu kvenna á Íslandi.

Þrátt fyrir ungan aldur samtakanna hafa Öfgar fundið fyrir meðbyr víða og meira segja langt út fyrir landsteinanna. Á seinasta ári hlutu Öfgar Perluna, viðurkenningu frá Mannréttindastofu Íslands fyrir að hafa unnið við eflingu mannréttinda og einnig húmanistaviðurkenningu Siðmenntar fyrir störf okkar í baráttunni gegn kynbundnu ofbeldi. Stuðningur ykkar er okkur ómetanlegur en baráttan er okkar allra! 

Hvað ætlar þú að hlaupa fyrir? #éghleypfyrirokkur


Styrktaraðilar

  • Íslandsbanki
  • Corsa
  • Suzuki
  • ÍTR
  • 66 Norður
  • Kynnisferðir / Reykjavik Excursions
  • Gatorade