Hlaupastyrkur

Góðgerðarmál

Eitt líf - Minningarsjóður Einars Darra

Samtals Safnað

0 kr.

Fjöldi áheita

0

Eitt líf - Minningarsjóður Einars Darra stendur fyrir ýmsum fræðslu-, forvarnar- og vitundarvakningar verkefnum sem vinna að bættri velferð, með áherslu á ungmenni. Allt starf er unnið með kærleika, samkennd, valdeflingu og samstöðu að vopni.

Forsaga

Einar Darri lést þann 25 maí 2018 vegna lyfjaeitrunar og var þá einungis 18 ára. Eftir að hann lést var ákveðið, af fjölskyldu og vinum Einars Darra, að stofna minningarsjóð í hans nafni til að hjálpa ungmennum í fíknivanda. Í kjölfarið stóð Minningarsjóður Einars Darra fyrir átakinu “Ég á bara eitt líf” sem hafði það markmið að sporna við og draga úr misnotkun ávana og fíkniefna. Innan átaksins var unnið að ýmsum vitundarvakningar verkefnum, samstarfsverkefnum og styrktar verkefnum sem öll stuðla að markmiðum átaksins með einum eða öðrum hætti, með þá von að geta bjargað öðrum fjölskyldum og vinum frá þeim missi sem forsvarsmenn sjóðsins hafa upplifað. Í ágúst 2019 var nafnið stytt í “Eitt líf” og ákveðið var að leggja megináherslu á fræðslu og forvarnaverkefni fyrir börn og ungmenni, foreldra og starfsfólk sem vinnur með börnum og ungmennum.

Markmið 

  • Sporna við og draga úr misnotkun á lyfseðilsskyldum lyfjum og notkun annarra ávana- og fíkniefna
  • Stuðla að eflingu á verndandi þáttum í lífi einstaklinga, sér í lagi ungmenna
  • Stuðla að samstöðu og jákvæðum framförum í málefnum sem varða og/eða tengjast málaflokknum

Styrktaraðilar

  • Íslandsbanki
  • Corsa
  • Suzuki
  • ÍTR
  • 66 Norður
  • Kynnisferðir / Reykjavik Excursions
  • Gatorade