Hlaupastyrkur

Góðgerðarmál

Samtals Safnað

15.000 kr.

Fjöldi áheita

3

Tinna Ósk Grímarsdóttir var alveg hreint stórkostleg manneskja. Hún fyllti umhverfi sitt af hlýju, gleði og kærleika. Hún var harðdugleg, með stóra drauma og með mikinn metnað. Lífið snerist á hvolf þegar Tinna greindist með ristilkrabbamein í ágúst 2021 og var meðferðin erfið og áföllin mörg. En hún stóð alltaf upp, ákveðnari og með gleðina, jákvæðnina og bjartsýnina að vopni. Það var ótrúlegt að fylgjast með henni og það var ekki annað hægt en að dást af styrk hennar í gegnum allt sem hún þurfti að þola. Hún hafði alltaf verið svo dugleg að gefa af sér og styðja aðra en í veikindum hennar varð hún bara öflugri!

Þegar Tinna veiktist ákvað hópur fólks að koma saman til að sýna henni stuðning og sýna henni hversu dáð og dýrkuð hún væri. Fljótlega varð TeamTinna til sem bara stækkaði og stækkaði. Saman (með Tinnu í fararbroddi) héldum við skemmtilega viðburði eins og t.d. RISAbingó og sing-a-long-kvöld. 

Tinna lést 11. febrúar 2023 og kom ekki annað til greina en að halda TeamTinna áfram gangandi og halda minningu Tinnu lifandi með því að dreifa áfram þessari gleði og kærleika og styrkja í leiðinni góðgerðamál sem Tinna hafði valið.

TeamTinna tók fyrst þátt í Reykjavíkurmaraþoninu árið 2022 þar sem Tinna náði að hlaupa með okkur. Í fyrra hlupum við svo aftur fyrir Tinnu og vorum þá extra bleik og brosandi fyrir hana.

TeamTinna ætlar að taka þátt í Reykjavíkurmaraþoninu í ár, bleikari en nokkru sinni fyrr, með stærstu brosin, sprengja alla gleðiskala og vera öll út í glimmeri! 

Fyrir Tinnu.

Einstaklingar sem safna fyrir félagið

Runner
Half Marathon

Ólafur Dór Baldursson

Hefur safnað 15.000 kr. fyrir
TeamTinna
6% af markmiði
Runner
10 K

Guðbjörg Jakobsdóttir

Er að safna fyrir
TeamTinna
0% af markmiði

Nýir styrkir

Stöðuþráður hlaupara

Fjalar Scott
Upphæð5.000 kr.
Fulla ferð
Sindri Jensson
Upphæð5.000 kr.
Engin skilaboð
Baldur Ólafsson
Upphæð5.000 kr.
👏👏👏

Styrktaraðilar

  • Íslandsbanki
  • Corsa
  • Suzuki
  • ÍTR
  • 66 Norður
  • Kynnisferðir / Reykjavik Excursions
  • Gatorade