Góðgerðarmál
Minningarsjóður Ibrahim Shah
Samtals Safnað
Fjöldi áheita
Minningarsjóður Ibrahim Shah er almannaheillafélag sem stofnað var til þess að stuðla að öruggara umhverfi fyrir börn í umferðinni. Félagið ætlar að koma að breytingum á reglugerðum sem varða vinnubílaumferð á svæðum almennings, ýta undir að barnasvæði verði bíllaus í framtíðinni og hvetja sveitafélög að setja öruggar leiðir fyrir börn til og frá skóla og frístund í forgang.
Félagið vill þar að auki búa til griðarstað til minningar um Ibrahim, húsnæði staðsett á höfuðborgarsvæðinu fyrir fólk innan og utan trúfélaga til að finna sér samfélag og aðstoð í gegnum erfiðar stundir.
Vefsíða er í vinnslu þar sem hægt verður að fylgjast með verkefnum félagsins og fjölskyldu Ibrahims sem ætla sér að halda uppi minningu hans m.a. ætlar mamma hans að skrifa bók tileinkaða honum.
Einstaklingar sem safna fyrir félagið
Hópar sem safna fyrir félagið
Nýir styrkir