Góðgerðarmál

Vonarbrú
Samtals Safnað
Fjöldi áheita
Almannaheillafélagið Vonarbrú var stofnað nú á vordögum í framhaldi af óformlegu hjálparstarfi Kristínar S. Bjarnadóttur hjúkrunarfæðings sem hefur verið í sambandi við fjölmargar ungar stríðshrjáðar barnafjölskyldur á Gaza nú í meira en ár.
Tilgangur Vonarbrúar
Tilgangurinn er m.a. að styrkja stríðshrjáðar fjölskyldur á Gaza til kaupa á mat, hreinlætisvörum, heilbrigðisþjónustu, fatnaði eða öðru skjóli. Svo og til greiðslu húsaleigu, skólagjalda eða fargjalda.
Hvernig komast styrkirnir til fjölskyldnanna?
Styrkir eru sendir beint til fjölskyldnanna á staðfesta söfnunarreikninga þeirra eða með bankamillifærslum. Rúmlega árs reynsla er komin á fyrirkomulagið og hefur fólk fengið styrki sem annars hefði ekki haft neina aðstoð, enda er alþjóðlegum hjálparstofnunum meinað að hjálpa.
Stuðningur byggist á því að fyrst sé staðsetning fólksins á Gaza staðfest með myndsímtölum. Vinátta og tengsl eru ræktuð í gegnum samfélagsmiðla og myndsímtöl eftir því sem kostur er.
Nýir styrkir