Hlaupastyrkur

Hlauparar

10 km - Almenn skráning

Bjarni Þór Einarsson

Hleypur fyrir Góðgerðarfélag Léttu Þér Lífið

Samtals Safnað

172.000 kr.
2%

Markmið

7.200.000 kr.
Söfnuninni er lokið,
takk fyrir stuðninginn!

Bjarni Þór Einarsson heiti ég og er 40 ára gamall.

Ég glími við heilalömun CP (e. Cerebral Palsy) sem orsakar hreyfihömlun og skerðingu. Ég er spastískur.

CP er heilalömun sem hefur í för með sér mismikla hreyfiskerðingu.

Heilalömunin getur komið til vegna blæðinga, smárra blóðtappa, súrefnisskorts eða sýkingar. Heilaskaðinn verður yfirleitt á fósturstigi, við fæðingu eða hjá nýburum.

Við fæðingu varð ég fyrir súrefnisskorti og hef þar af leiðandi glímt við hreyfihömlun í hægri hendi og báðum fótleggjum og málhömlun.

Fyrir nokkrum árum byrjaði ég að fara reglulega í gönguferðir, en í þeim nota ég göngugrind. Ganga hefur reynst mér erfið hreyfing og þess vegna langar mig að fjárfesta í sérútbúnu hjóli.

Upplifun af því að geta hreyft mig meira og styrkt líkama minn eftir bestu getu veitir mér hvatningu, ánægju og gleði.

Frá barnæsku hef ég stundað markvissa þjálfun og hreyfingu. Ég æfði og keppti í sundi heima og erlendis til 23 ára aldurs. Síðustu ár hef ég síðan með þjálfurum lagt kapp á lyftingar og æfingar í róðravél. Í dag er ég í einkaþjálfun hjá Sólveigu Svövu, sem hefur verið mér ómetanleg í alla staði. Sólveig hefur haldið mér við efnið. Hvatt mig og styrkt og þannig komið í veg fyrir að hreyfihömlun mín aukist og hreyfigeta skerðist.

Styrktaræfingar og almenn hreyfing kemur í veg fyrir að hreyfigeta mín skerðist vegna vöðvarýrnunar, sem fylgir því að vera spastískur og endi með því að vera fastur í hjólastól og eða rúmliggjandi.

Ég hef alltaf haft mikið keppnisskap. Eftir að ég byrjaði í einkaþjálfun hefur það verið markmið mitt að lyfta aukinni þyngd og að bæta tíma minn í róðravélinni. Markmið mitt er að komast í betra líkamlegt form. Ég set stöðuga pressu á mig fer út fyrir þægindaramma minn með því að toppa sjálfan mig í daglegu lífi.

Markmiðið er að komast inn á stórmót erlendis og stærsta markmiðið mitt er að keppa í hjólreiðum á Ólympíuleikum fatlaðra.

Facebook síðan mín -> https://www.facebook.com/bjarnie3/

Facebook góðgerðasamtakana -> Facebook

Góðgerðarsamtökinn á rmi.is -> Góðgerðarfélag Léttu Þér Lífið - Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka

Góðgerðarfélag Léttu Þér Lífið

Góðgerðarfélagið var stofnað sumarið 2023 í þeim tilgangi að auðvelda öryrkjum og öldruðum að fjárfesta í tækjum sem geta létt þeim lífið og aukið hreyfivirkni þeirra.

Nýir styrkir

Stöðuþráður hlaupara

Upphæð2.000 kr.
Engin skilaboð
Kristrún
Upphæð2.000 kr.
Þú varst flottur í brekkunni á Nesveginum :) Gangi þér vel með söfnunina!
Sæunn Óladóttir
Upphæð5.000 kr.
Engin skilaboð
Linda Kristín
Upphæð5.000 kr.
Gangi þér vel kæri Bjarni
Upphæð1.000 kr.
Engin skilaboð
Jóna Sól
Upphæð2.000 kr.
Engin skilaboð
Lilja Gunnarsdóttir
Upphæð10.000 kr.
Engin skilaboð
Ragnheiður Bjarnadóttir
Upphæð5.000 kr.
Gangi þér vel Bjarni
Tíbrá
Upphæð3.000 kr.
Engin skilaboð
Tanía Björk Gísladóttir
Upphæð1.000 kr.
Engin skilaboð
Ásdís Káradóttir
Upphæð2.000 kr.
Látum drauminn rætast!
Hjördís
Upphæð2.000 kr.
Gangi þér vel <3
Aron Jakobsson
Upphæð10.000 kr.
Engin skilaboð
Andri Einarsson
Upphæð50.000 kr.
Engin skilaboð
Sigríður Sigmarsdóttir
Upphæð3.000 kr.
Gangi þér sem allra best elsku Bjarni
Árni Hlynur
Upphæð5.000 kr.
Keyra svo!
Hafdís Sigmarsdóttir
Upphæð5.000 kr.
Áfram Bjarni áfram👏
Hulda Guðný
Upphæð2.000 kr.
Gangi þér vel
Upphæð5.000 kr.
Áfram þú
Upphæð5.000 kr.
Engin skilaboð
Upphæð2.000 kr.
Engin skilaboð
Upphæð1.000 kr.
Engin skilaboð
Upphæð2.000 kr.
Engin skilaboð
Helena Margrét Ásgerðardóttir
Upphæð5.000 kr.
Engin skilaboð
Gunnar Thorarinsson
Upphæð5.000 kr.
Gott gengi Bjarni <3
Svanur Heiðar Hauksson
Upphæð10.000 kr.
Engin skilaboð
Upphæð15.000 kr.
Engin skilaboð
Upphæð7.000 kr.
Engin skilaboð

Styrktaraðilar

  • Íslandsbanki
  • Corsa
  • Suzuki
  • 66 Norður
  • Gatorade