Hlauparar

Samtals Safnað
Markmið
Ákjósanleg greiðsluleið


Undanfarin ár hef ég staðið og hvatt aðra hlaupara við hvatningarstöð MS Félags Íslands nálægt Olís Ánanaustum.
Ég hef séð fólk með fötlun og í miklu miklu verra líkamlegu ástandi en ég leggja mikið á sig fyrir góð málefni.
Í fyrra hugsaði ég; Af hverju er ég ekki sjálfur þarna úti að leggja mitt að mörkum?
Þannig að í ár vil ég reyna að hlaupa, skokka, ganga, skríða, hvíla, (og endurtaka ferlið) þar til mér tekst að klára 10 km.
Ég "hleyp" fyrir MS Félag Íslands. Málefnið er mér skylt en ég greindist sjálfur með MS fyrir áratugum síðan, og hef lengi verið nokkuð virkur í starfi félagsins, hef síðastliðin 6 ár verið stjórnarmaður í stjórn MS Félags Íslands og varaformaður.
Ég er mjög þakklátur öllum sem styrkja mig
MS-félag Íslands
MS er einn algengasti taugasjúkdómurinn sem leggst á ungt fólk og greinast um 25 árlega á Íslandi, flest á aldrinum 20-40 ára. MS-félagið veitir jafnt MS-greindum sem aðstandendum ráðgjöf, fræðslu og stuðning. Þinn stuðningur er ómetanlegur í starfi félagsins.
Nýir styrkir