Góðgerðarmál

MS-félag Íslands
Samtals Safnað
Fjöldi áheita
MS-félag Íslands er hagsmunafélag einstaklinga með MS, stofnað 20. september 1968. Tilgangur félagsins er að vinna að velferð þeirra sem haldin eru MS-sjúkdómnum með því að veita þeim og aðstandendum þeirra stuðning og stuðla að öflugri félags- og fræðslustarfsemi. Félagið er málsvari félaga gagnvart hinu opinbera og öðrum aðilum.
MS-félagið verður með opið hús og húllumhæ fyrir hlaupara og stuðningsaðila í MS-húsinu Sléttuvegi 5 í Reykjavík föstudaginn 22. ágúst milli kl. 14 og 19. Öll sem hlaupa fyrir félagið fá bol og pasta í þakklætisskyni. Hér er hlekkur á fb hlaupahóp félagsins.
Hvatningarstöð MS-félagsins á hlaupdegi er við Olís Ánanaustum og í skemmtiskokkinu verðum við staðsett við Ráðhús Reykjavíkur á horni Vonarstrætis og Tjarnargötu. Við ætlum að halda uppi rífandi stemmingu og þætti mjög vænt um að þú hægðir aðeins á þér svo við getum gefið þér fimmu 🫸
Gangi þér vel og áfram þú 💜 Ykkar styrkur er okkar stoð 💜