Góðgerðarmál
MS-félag Íslands
Samtals Safnað
Fjöldi áheita
MS-félag Íslands er hagsmunafélag einstaklinga með MS, stofnað 20. september 1968.
Tilgangur félagsins er að vinna að velferð þeirra sem haldnir eru MS-sjúkdómnum með því að veita þeim og aðstandendum þeirra stuðning og stuðla að öflugri félags- og fræðslustarfsemi. Félagið er málsvari félaga gagnvart hinu opinbera og öðrum aðilum.
Þau sem vilja styrkja félagshópinn Skell fyrir ungt/nýgreint fólk með MS geta tekið það fram í lýsingu og renna þá áheitin til Skells.
Við erum með facebook hóp fyrir hlaupara sem hlaupa fyrir félagið í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka, Hlaupahópur MS-félags Íslands. Gaman væri að sjá sem flesta hlaupara þar inni. Þar getum við komið ýmsum skilaboðum á framfæri, svo sem hvar við verðum staðsett til að hvetja ykkur áfram á hlaupdegi ofl.
Frá 16. maí bjóðum við upp á hlaupaæfingar frá Sléttuvegi 5 kl. 16:30 alla þriðjudaga út júní. Þjálfari er Anna Margrét Einarsdóttir. Vertu með!
Þinn styrkur er okkar stoð!
Einstaklingar sem safna fyrir félagið
Nýir styrkir