Hlauparar

Samtals Safnað
Markmið
Ákjósanleg greiðsluleið

Ég fæddist sjálfur með skarð í vör og klofinn góm.
Ég hleyp fyrir Breið bros – samtök sem styðja foreldra og börn sem fæðast með skarð í vör og/eða góm eða önnur andlitslýti. Þau veita stuðning, fræðslu og von – eins og við fengum á okkar vegferð.
💙 Við biðjum þig um að standa með mér. Heit á mig í gegnum hlaupastyrkur.is og hjálpaðu okkur að safna fyrir Breið bros. Þú getur lagt þitt af mörkum hér
Breið bros
Breið bros, samtök aðstandenda barna með skarð í vör og góm, voru stofnuð í nóvember 1995. Félagsmenn eru foreldrar barna sem fæðast með skarð í vör og/eða góm eða önnur andlitslýti, fagfólk og ýmsir þeir sem hafa áhuga á að leggja málefninu lið. Tilgangur Breiðra brosa er að starfa að hinum ýmsu málefnum barna sem fæðast með skarð í vör og/eða góm eða önnur andlitslýti. Í því felst meðal annars stuðningur við foreldra barna með skarð með öflugu tengslaneti, vinna að fræðslumálum og vinna að hagsmuna- og réttindamálum barnanna.
Nýir styrkir