Hlauparar

Samtals Safnað
Markmið
Ákjósanleg greiðsluleið
Ég ætla að hlaupa 10 km til minningar um elsku bróður minn sem lést skyndilega í mars síðastliðnum aðeins 41 árs gamall 💔
Ég ákvað að hlaupa fyrir Sorgarmiðstöð sem er félag sem styður við syrgjendur í sorgarferlinu. Ég hef leitað til þeirra á þessum erfiðu tímum og kem til með að gera það áfram.
Mig langar að gefa af mér og styrkja starfið þeirra sem mér þykir virkilega mikilvægt.
Margt smátt gerir eitt stórt ❤️
Sorgarmiðstöð
Sorgarmiðstöð er félag sem starfar í almannaþágu, án hagnaðarsjónarmiða og býður stuðning, fræðslu og ráðgjöf til syrgjenda og þeirra sem vinna að velferð þeirra. Við leggjum áherslu á að mæta fólki á persónulegan og hlýjan hátt. Við bjóðum upp á stuðningshópastarf, jafningjastuðning og samveru fyrir þau sem syrgja ástvini. Þú finnur meiri upplýsingar um starfið okkar á www.sorgarmidstod.is. Sorgarúrvinnsla miðar að bættri lýðheilsu með því að efla og styðja við andlega, líkamlega og félagslega heilsu fólks eftir ástvinamissi.
Nýir styrkir