Hlaupastyrkur

Hlauparar

10 km - Almenn skráning

Hrafnhildur Kara Kristinsdóttir

Hleypur fyrir Gleym-mér-ei styrktarfélag

Samtals Safnað

0 kr.

Ákjósanleg greiðsluleið

Mastercard

Ég mun hlaupa 10 km í Reykjavíkur maraþoninu annað árið í nafni Heiðdísar Emblu til styrktar styrktarfélaginu Gleym mér ei. 

Gleym mér ei er styrktarfélag sem grípur og aðstoðar foreldra og fjölskyldur sem missa börn á meðgöngu eða stuttu eftir fæðingu. Félagið veitti tvíburabróðir mínum og fjölskyldu hans ómetanlegann stuðning þegar þau lentu í þeim harmleik að missa Heiðdísi Emblu okkar. Félagið veitir fræðslu, skaffar minningakassa og kælivöggur til þeirra sem missa börn sín sem veitir foreldrum fresli til þess að fara í gegnum sorgarferlið eins og þeim þykir. Þetta er brot af þeim flottu verkefnum sem félagið vinnur og vona ég að þið sjáið ykkur fært um að heita á mig og styrkja Gleym mér ei. 

Gleym-mér-ei styrktarfélag

Gleym mér ei styrktarfélag er félag foreldra sem missa á meðgöngu og í/eftir fæðingu.

Nýir styrkir

Stöðuþráður hlaupara

Engir styrkir hafa borist enn

Styrktaraðilar

  • Íslandsbanki
  • Corsa
  • Suzuki
  • ÍTR
  • 66 Norður
  • Gatorade