Hlauparar

Samtals Safnað
Markmið
Ákjósanleg greiðsluleið
Markmið Sterkari út í lífið er að auka aðgengi foreldra að efni sem hægt er að nota heima við og styrkir sjálfsmynd. Þessu efni er ætlað að auðvelda samtöl um ýmislegt sem snertir styrkingu sjálfsmyndar barna og unglinga. Einnig er möguleiki fyrir kennara og annað fagfólk sem starfar með þessum hóp að nýta sér efnið. Reglulega mun bætast við greinasafn og verkfærakistur. Allt efni hvílir á traustum gagnreyndum grunni.
Sterkari út í lífið
Styrktu sjálfsmynd barna í dag! Á vefsíðunni og appinu Sterkari út í lífið má finna fræðsluefni og verkfæri þróað af fagfólki, til að aðstoða foreldra, kennara og aðra sem starfa með börnum til að efla sjálfsmynd barna og unglinga. Þitt framlag til Sterkari út í lífið hjálpar okkur að byggja bjartari framtíð fyrir ungu kynslóðina. Gerðu gæfumun - styrktu verkefnið í dag! Margt smátt gerir eitt stórt.
Nýir styrkir