Hlauparar

Samtals Safnað
Markmið
Ákjósanleg greiðsluleið
Ég ætla að ganga og pínu að hlaupa til að safna áheitum fyrir fjármögnun á endurhæfingu elsku besta Magnúsar Mána barnabarns míns. Hann lenti í erfiðum veikindum sumarið 2023, missti máttin og skynjun frá bringu og niður. Hann hefur verið í afar stífri og krefjandi endurhæfingu síðan þá.
Ástæðan fyrir því að ég ætla að hlaupa og safna áheitum er að fjölskyldan hefur þurft að leita út fyrir landsteinanna til að fá viðeigandi endurhæfingu. Bæði til að komast í bestu mögulegu tæki sem eru á boðstólnum í dag og til að fá framúrskarandi hvatningu og stuðning sem þarf til að geta lagt svona mikið á sig eins og Magnús hefur gert dag eftir dag í marga mánuði, nokkra klukkutíma á dag.
Metnaður hans, seigla, þolinmæði og þrautseigja hefur skilað honum miklum árangri enda er hann farinn að ganga með göngugrind. Enn er vinna fyrir höndum til að hann nái markmiðum sínum. Fjölskyldan þarf áfram að leita erlendis og leggja út í mikinn kostnað til að fá viðeigandi endurhæfingu. Sú endurhæfing sem þau hafa farið í erlendis, er ekki til staðar á Íslandi.
Magnús Máni er fyrirmynd okkar allra mikill keppnismaður og gefst aldrei upp.
Þau sem vilja leggja málefninu lið með beinni millifærslu geta gert það, margt smátt gerir eitt stórt.
Kennitala: 630525-1870
Reikningsnúmer: 0133-15-011384
Takk kærlega fyrir stuðninginn,
Áfram Magnús Máni!
Styrktarfélag Magnúsar Mána
Fjölskylda, vinir og þeir sem vilja ætla að hlaupa til styrktar endurhæfingu Magnúsar Mána.
Nýir styrkir