Hlauparar

Viktoría Rós Þórðardóttir
Hleypur fyrir Samtök áhugafólks um áfengis- og vímuefnavandann (SÁÁ)
Samtals Safnað
Markmið
takk fyrir stuðninginn!

Ég valdi að hlaupa fyrir SÁÁ því þessi stofnun hefur skipt sköpum í lífi mínu og fjölskyldunnar minnar. Þeir hjálpuðu mömmu minni þegar hún þurfti á því að halda og fyrir það er ég óendanlega þakklát. Ég veit ekki hvar við værum í dag ef ekki væri fyrir þau.
SÁÁ tekur á móti fólki sem glímir við fíkn án þess að dæma, án þess að rukka mikið, og með hjartað á réttum stað. Það kostar peninga að halda úti svona þjónustu, og þess vegna vil ég leggja mitt af mörkum. Ef ég get hjálpað einhvern smávegis, þá geri ég það með gleði.
Fíkn er ekkert skammarmál. Þetta er sjúkdómur sem getur snert hvern sem er og þegar fólk fær réttu hjálpina getur líf þeirra breyst. Það eru til fleiri fjölskyldur eins og mín sem þurfa á SÁÁ að halda, og ég vil að þau hafi þann möguleika á hjálp.
Ég ætla að hlaupa þess vegna fyrir mömmu mína og aðra sem eru enn að berjast við þennan sjúkdóm.
Samtök áhugafólks um áfengis- og vímuefnavandann (SÁÁ)
SÁÁ hjálpar einstaklingum og fjölskyldum þeirra í glímunni við fíknsjúkdóminn. Það gerir SÁÁ með fræðslu, afeitrun og meðferð í göngudeildum, á sjúkrahúsi og í meðferðarstöð. Markmið SÁÁ er að gera skjólstæðingum og fjölskyldum þeirra kleift að eignast nýtt og betra líf laus úr viðjum fíknarinnar.
Nýir styrkir