Hlaupastyrkur

Hlauparar

Hálfmaraþon - Almenn skráning

Heba Líf Ásbjörnsdóttir

Hleypur fyrir Bjarkarhlíð - miðstöð fyrir þolendur ofbeldis

Samtals Safnað

7.000 kr.
14%

Markmið

50.000 kr.

Ákjósanleg greiðsluleið

Mastercard

Í ár hleyp ég fyrir Bjarkarhlíð, því þjónustan sem þau veita skiptir máli fyrir þolendur ofbeldis. Þegar ég þurfti að takast á við og vinna úr þeirri reynslu að hafa orðið fyrir kynferðislegri áreitni af hálfu yfirmanns, var Bjarkarhlíð öruggur staður. Þar fékk ég fræðslu, stuðning og kjark til að kæra loksins geranda minn til lögreglu.

Stuðningurinn sem ég fékk skipti sköpum þegar kom að því að stíga þessi stóru og krefjandi skref. Svo ég gæti haldið áfram og passað að fleiri þyrftu ekki að upplifa það sama og ég.

Ég hleyp líka fyrir öll sem hafa orðið fyrir ofbeldi, sérstaklega þau sem urðu fyrir því af hálfu einhvers í valdastöðu/yfirmannstöðu. Fyrir þau sem hafa þurft að bera slíka reynslu í þögn, og orðið fyrir þöggun og gaslýsingu í stað stuðnings.

Með þessu hlaupi vil ég sýna þakklæti, styðja starf Bjarkarhlíðar og leggja mitt af mörkum til að fleiri fái þann stuðning sem ég fékk.


Bjarkarhlíð - miðstöð fyrir þolendur ofbeldis

Bjarkarhlíð er þjónustumiðstöð fyrir fullorðna þolendur ofbeldis af öllum kynjum. Þar gefst einstaklingum kostur á viðtölum og ráðgjöf hjá ráðgjöfum, lögreglu og lögfræðingum þeim að kostnaðarlausu og á þeirra forsendum. Bjarkarhlíð er samstarfsverkefni Reykjavíkurborgar, félags- og vinnumarkaðsráðuneytisins, dómstólaráðuneytis, Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, Samtaka um kvennaathvarf, Stígamóta, Mannréttindaskrifstofu Íslands og Kvennaráðgjafarinnar. Bjarkarhlíð tók formlega til starfa 1. febrúar 2017

Nýir styrkir

Stöðuþráður hlaupara

Þórdís Yurie Jónsdóttir
Upphæð1.000 kr.
Engin skilaboð
Hulda
Upphæð2.000 kr.
Gangi þér vel að hlaupa elsku Heba 🩷
Auður Björg
Upphæð2.000 kr.
Hetjan mín 💚
Sara Andrea
Upphæð2.000 kr.
Flottust ✨

Styrktaraðilar

  • Íslandsbanki
  • Corsa
  • Suzuki
  • ÍTR
  • 66 Norður
  • Gatorade