Hlauparar

Samtals Safnað
Ákjósanleg greiðsluleið

Ég er að fara að hlaupa hálft maraþon í annað skipti á ævinni og fyrsta sinn í Reykjavíkurmaraþoni. Mér finnst skemmtilegt að geta látið gott af mér leiða í leiðinni og ætla þess vegna að skrá mig á hlaupastyrk. En hvað á maður að styrkja? Úr mörgu er að velja.
Ég ætla að hlaupa fyrir Minningarsjóð Hlyns Snæs.
Eftir að ég kynntist móður Hlyns Snæs henni Guðlaugu Rún og sögu fjölskyldunnar var það ekki nokkur spurning um að safna pening fyrir minningarsjóð Hlyns Snæs. Í ár mun minningarsjóðurinn styrkja Bergið headspace. Bergið veitir einstaklingsmiðaða þjónustu til ungmenna 12-25 ára.
Ég hvet ykkur öll til að heiðra minningu Hlyns Snæs með því að klæðast appelsínugulu, gefa hvort öðru knús og með því að heita á mig og styrkja þannig um leið Minningarsjóð hans til góðra verka.
Lífið er núna!
Minningarsjóður Hlyns Snæs
Minningarsjóðurinn var stofnaður árið 2019 til minningar um Hlyn Snæ Árnason sem lést aðeins 16 ára gamall árið 2018. Nú í ár mun sjóðurinn styrkja Bergið headspace.
Nýir styrkir