Hlaupastyrkur

Góðgerðarmál

Minningarsjóður Hlyns Snæs

Samtals Safnað

0 kr.

Fjöldi áheita

0

Í ár mun Minningarsjóðurinn styrkja Vökudeild Landsspítalans í tilefni af 20 ára afmæli bróður hans Hlyns, Dags Freys.

Minningarsjóðurinn var stofnaður í kjölfar andláts Hlyns Snæs árið 2018, en það sem færri vita er að Hlynur átti bróður sem var árinu eldri. Dagur Freyr fæddist 10. ágúst 2001 og hefði því orðið tvítugur á þessu ári hefði hann lifað. Dagur fæddist 14 vikum fyrir áætlaðan fæðingardag og verð fyrir mikilli heilablæðingu í fæðingu og lést í fangi okkar aðeins 6 dögum síðar.

Þessir sex dagar á vökudeildinni voru okkur mikilvægir í þeirri vegferð sem á eftir kom. Og þegar Hlynur Snær fæddist svo 11. ágúst 2002, rétt rúmlega ári síðar, 10 vikum fyrir settan tíma, þá spilaði Vökudeildin enn stærra hlutverk í að koma okkur öllum heilum heim.

Við eigum starfsfólkinu á Vökudeildinni mikið að þakka. Þar var gríðarlega vel hugsað um okkur þegar Dagur Freyr var þar, og einnig eftir að Hlynur Snær fæddist 11. ágúst 2002, alveg þar til við fórum með gullmolann okkar heim, 2. október. Og í tilefni þess að 20 ár eru síðan við komum þangað fyrst, langar okkur að láta Vökudeildina njóta þess sem verður safnað í Reykjavíkurmaraþoninu þetta árið.

Samstarfsaðilar

  • Íslandsbanki
  • Suzuki
  • ÍTR
  • 66 Norður
  • Kynnisferðir / Reykjavik Excursions
  • Gatorade