Hlaupastyrkur

Hlauparar

10 km - Almenn skráning

Þórunn Arnardóttir

Hleypur fyrir Minningarsjóður Hlyns Snæs

Samtals Safnað

7.000 kr.

Ákjósanleg greiðsluleið

Mastercard

Hlynur Snær var einstaklega hjartahlýr og fallegur strákur. Þegar maður hitti hann fékk maður alltaf frábærar móttökur og besta knúsið. Gulla vinkona, móðir þessa fallega drengs, hefur verið mér ómetanlegur klettur í mínum lífsins erfiðu verkefnum. Sönn vinkona eins og þær gerast bestar 🧡

Gulla og Árni, foreldrar Hlyns Snæs, hafa síðustu ár styrkt hin ýmsu samtök, mál og hópa í minningu elsku Hlyns Snæs.

Ég ætla að hlaupa fyrir Minningarsjóð Hlyns Snæs í ár.  Ég hafði ætlað mér að fara í fyrsta sinn hálft maraþon en lífið færði mér enn eitt krefjandi verkefni nú nýlega sem setti aðeins strik í reikninginn. Ég gefst þó ekki upp, enda með einstaklega gott bakland, sem er dýrmætt. Ég fer mína, aðeins færri en 21 kílómetra, annað hvort hlaupandi eða gangandi, eftir því hvað heilsan mín leyfir og heiðra þannig minningu Hlyns Snæs 🧡 þið finnið mig í brautinni í uppáhaldslit Hlyns, appelsínugulum. 

Í ár mun Minningarsjóður Hlyns Snæs styrkja Bergið headspace. Bergið veitir einstaklingsmiðaða ráðgjöf og þjónustu til ungmenna frá 12 til 25 ára. Með fræðslu og stuðningi finnum við leiðir í sameiningu að bættri líðan og eflum virkni ungmenna í samfélaginu. Þjónustan miðar að því að efla þátttöku og þekkingu ungmenna sem og að auka tengsl þeirra við samfélagið.

Þörfin fyrir þessa þjónustu er brýn og með því að styðja við unga fólkið okkar getum við saman gert samfélagið okkar betra - í anda þeirra gilda sem Hlynur Snær stóð fyrir.

Ég hvet ykkur öll til að heiðra minningu Hlyns Snæs með því að klæðast appelsínugulu, gefa þeim sem ykkur þykir vænt um innileg knús og með því að heita á mig og styrkja þannig um leið minningarsjóð hans til góðra verka.

🧡🧡🧡🧡

Minningarsjóður Hlyns Snæs

Minningarsjóðurinn var stofnaður árið 2019 til minningar um Hlyn Snæ Árnason sem lést aðeins 16 ára gamall árið 2018. Nú í ár mun sjóðurinn styrkja Bergið headspace.

Nýir styrkir

Stöðuþráður hlaupara

Herdís Hulda
Upphæð2.000 kr.
Engin skilaboð
Sædís Markúsdóttir
Upphæð5.000 kr.
Áfram þú!!!

Styrktaraðilar

  • Íslandsbanki
  • Corsa
  • Suzuki
  • ÍTR
  • 66 Norður
  • Gatorade