Hlauparar

Samtals Safnað
Markmið
Ákjósanleg greiðsluleið
Í ár ætla ég að hlaupa 10 km fyrir mömmu og safna fyrir Nýrnafélagið. Í vetur sem leið hefur mamma notið stuðnings Nýrnafélagsins, fræðslu þeirra og félagsskapar. Reyndar hefur hún verið meðlimur nánast frá stofnun félagsins, svo kannski er tími til kominn fyrir mig að hlaupa fyrir félagið.
Markmið mitt er að hlaupa og labba 10 km og hafa gaman af, en helst að ná því undir 1klst og 20 mín. Sjáum hvað setur.
Nýrnafélagið
Markmið Nýrnafélagsins er að styðja alla nýrnasjúka og aðstandendur þeirra og einnig að stuðla að forvörnum til að hægja á nýrnabilun. Nýrnafélagið vinnur að því að allir nýrnaveikir fái bestu meðferð sem er í boði hverju sinni. Hjá félaginu fást upplýsingar um sjúkdóma í nýrum og meðferð við þeim. Fréttabréf er gefið út og haldnir eru fræðslu- og skemmtifundir. Tengslahópur nýrnasjúkra og aðstandenda þeirra veitir þeim sem veikjast stuðning. Einnig er starfræktur hópur foreldra nýrnasjúkra barna í tengslum við Umhyggju. Félagið býður upp á tíma hjá fjölskyldufræðingi og hjá næringarfræðingi gjaldfrjálst til allra sinna félaga.
Nýir styrkir